Hugsað til blaða

Morg­un­blaðið fagnaði 110 ára af­mæli sínu á fimmtu­dag með gleðibrag og gerði sér dagamun eins og til­efni var til. Blaðið kynnti þá, að af­mælis­árið allt yrði nýtt til þess að halda sögu­brot­um og minn­ing­unni lif­andi, en eins og gef­ur að skilja er úr miklu efni að moða á svo löng­um ferli dag­blaðs, sem hef­ur á seinni árum komið út alla viku­daga árs­ins, nema þegar helgi­dag­ar standa til ann­ars. Fyrsta atriði á þess­ari dag­skrá af­mælis­árs­ins, var sam­koma starfs­manna í morg­uns­árið með viðeig­andi veit­ing­um, söng­skrá og fróðlegri umræðu þeirra Har­ald­ar Johann­essen rit­stjóra og fram­kvæmda­stjóra og Magnús­ar Kristjáns­son­ar fram­kvæmda­stjóra sölu- og markaðsmá­la, sem Stefán Ein­ar Stef­áns­son blaðamaður stýrði, þar sem spáð var um þróun af­mæl­is­barns­ins, blaðsins, og fjöl­margra þátta sem því tengj­ast nú orðið. Hefðu sum­ir þeirra verið fjar­læg­ir og fram­andi stjórn­end­um blaðsins á fyrstu ára­tug­um þess, og heyra reynd­ar sum­ir þætt­ir þeirr­ar umræðu til nýja­brums augna­bliks­ins og næstu ára­tuga.

Það er hluti af veru­leik­an­um, sem all­ir lúta, að flestu er markaður tími, og gild­ir það ekki síst um mann­eskj­una, sem þó ræður meira en flest annað sem lífs­anda dreg­ur og er bundið jörðinni. Við höf­um fyr­ir löngu sætt okk­ur við að „herra jarðar­inn­ar“, maður­inn, kem­ur og fer. Og þótt herra jarðar­inn­ar sé þarna hafður í ein­tölu, þá er mein­ing­in ekki önn­ur en að gefa hon­um veg­leg­ast­an sess allra hinna í dýra­rík­inu.

Völtu vís­ind­in

En öðru hvoru koma til „vís­inda­menn“, sem þó ákveða sín vís­indi með at­kvæðum á fund­um, þar sem helst þeir ein­ir eru vel­komn­ir, sem greiða at­kvæði eins, og þeir aðrir sem eru með fyr­ir­svar fyr­ir mein­loku hvers tíma. Þannig hefðu 100 vís­inda­grall­ar­ar getað slátrað af­stæðis­kenn­ing­unni, ef þeir hefðu all­ir verið á móti og Ein­stein einn með. Það er svo sem harla lítið vís­inda­legt við fyrr­nefnd­ar sam­kom­ur og því síður niður­stöðurn­ar, enda eru þær ekki til raun­veru­legr­ar umræðu á þess­um fund­um, held­ur ein­göngu til staðfest­ing­ar, og heim­ild til þátt­töku í veislu­höld­um með þeim sem hafa flogið með þúsund­um annarra lang­an veg.

Minn­ir þetta dá­lítið á póli­tíska lands­fundi, en mun­ur­inn er þó sá, að þá fundi er hægt að taka al­var­lega, því að þar dett­ur eng­um í hug að efnið, sem þar er samþykkt í fund­ar­lok, sé hinn eini og end­an­legi sann­leik­ur. Þó eru þeir, sem mæta til slíkra funda, bæri­lega sátt­ir um niður­stöðuna og leiðsögn­ina til næstu tveggja ára og óháð því, hvort hún er samþykkt sam­hljóða eða í „ágrein­ingi“, eins og kallað er, og gild­ir einu. En mun­ur­inn á því sem þarna er samþykkt og hinu, sem hræsn­ar­arn­ir úr einkaþot­un­um hampa, gegn betri vit­und, er að fyrra til­vikið lýt­ur póli­tísk­um lög­mál­um, sem eru breyti­leg og teygj­an­leg og gilda iðulega aðeins um augna­blikið og hvað fund­ar­menn til­tek­ins flokks eða fé­lags ætla sér að hafa til leiðsagn­ar fram til næsta fund­ar, og er því fjarri því ljóst að þá verði mark­miðum ekki breytt eða koll­varpað í sam­ræmi við nýja hlið á veru­leik­an­um eða þarf­ir og vilja fólks. Flokk­ur get­ur haft meg­in­lín­ur og leiðbein­andi regl­ur sem flokks­menn hans á hverj­um tíma mynda meiri­hluta um, og færst geta til, og þær eru for­yst­unni aðeins vega­nesti til næstu miss­era. Svo­kallaðir lofts­lags­vís­inda­menn, sem mætt hafa annað hvert ár í veisl­una, í rúm 30 ár, eru hins veg­ar ætíð á sama róli, og engu nær. Svo for­stokkaðar leik­regl­ur væru sjald­gæf­ar í trú­ar­hreyf­ingu, enda myndu þær tryggja, að þar fækkaði óðum þeim sem áður áttu sam­leið. En kost­ur­inn er þá sá, að þar er þó eft­ir kjarni sem hagg­ast ekki í trúnni, frek­ar en „vís­inda­menn­irn­ir“, sem tóku sína trú fyr­ir löngu, þótt fæst eða ekk­ert af því sem spáð var, hafi komið á dag­inn. Við hvern hefðbund­inn at­b­urð sem verður, hafa orðið í þúsund­ir ára, er gripið til hans sem sann­inda­merk­is um tal síðustu ráðstefnu!

Skafl og ís­björn

Í nokk­ur ár var það helsti óhugnaður­inn, sem nátt­úr­an sjálf átti að hafa staðfest, að ís­björn­um á norður­höf­um hefði skyndi­lega fækkað og ís­bangsi væri kom­inn í bullandi út­rým­ing­ar­hættu. Og ekk­ert gæti bjargað bjössa, nema jú gamla góða ráðið að auka fram­lög til stofn­ana hrópenda. En svo gerði ís­bjössi þann óleik að birt­ast á ný í fleiri ein­tök­um og gaf grát­andi langt nef. Kannski verður næst kannað hvort það gæti hjálpað ís­björn­un­um að fjölga einkaþotum rík­is­bubba um 20-30 pró­sent á næstu ráðstefn­um, enda fæl­ist í því sterk trausts­yf­ir­lýs­ing kæmu þeir fljúg­andi með pen­inga­búnt­in, og fengju skattafrá­drátt þegar heim kæmi.

Lítið snot­urt dæmi sást þegar fjallað var um virt­an veður­fræðing, sem fylgst hef­ur með skafl­in­um í Gunn­laugs­skarði á Esj­unni, sem stund­um „lif­ir“ af árið og stund­um ekki og á veður­fræðing­ur­inn frækni skýrsl­ur um þróun skafls­ins. Þær bentu til að litli skafl­inn virt­ist hreyf­ast nokkuð til á 35 ára tíma­bili, en yrði á næsta tíma­bili svipaður því á und­an og til­vera hans lítt snort­in af ham­fara­hlýn­un. Í 1000 metra hæð varð breyt­ing­in eng­in, hvað sem ráðstefn­um leið.

Það mætti í raun spara heim­in­um mikið fé, ef „global warm­ing“ til­raun­in yrði sett á ís, þar sem auðvitað færi best um hana, og heim­ur­inn kæmi sér sam­an um að ein­beita sér næstu 50 árin að skafli Páls á Esj­unni. Ef hann haggaðist ekki meira en þetta, mætti áhyggju­laust hætta brölt­inu. Þetta yrði ein sögu­leg­asta sparnaðar­til­laga á heimsvísu, og það sem meira er, hún er eig­in­lega sjálf­sögð.

Veður­stof­an grein­ir

Í grein á vef Veður­stof­unn­ar í lok ág­úst sl. seg­ir: „Það hef­ur verið fylgst með Esju skafl­in­um síðan á 19. öld og hann stund­um nefnd­ur óform­leg­ur mæli­kv­arði á tíðarfar á suðvest­ur­horni lands­ins. Skafl­inn hef­ur ekki horfið síðan 2019 en þá hafði hann ekki horfið í ein sjö ár. Skafl­inn sést venju­lega vel frá höfuðborg­inni, en hann er staðsett­ur við efstu brún Kistu­fells­meg­in í Gunn­laugs­skarði. Þegar skafl­inn hvarf í fyrsta skipti árið 1929, þá mundu elstu menn ekki eft­ir að það hafði gerst áður. Það er þó ekki úti­lokað að hann hafi mögu­lega horfið 1847 og 1852. Hann hvarf síðan flest ár í kjöl­farið til 1947. Hann hélt áfram að hverfa sum ár til 1964, en þá kólnaði skyndi­lega og talað er um Haf­ís­ár­in 1965 til 1971, en þá virðist skafl­inn hafa fest sig ræki­lega í sessi. Hægt hlýnaði eft­ir það þó og tók skafl­inn ekki að hverfa aft­ur fyrr en 1998. Skafl­inn hvarf alltaf 10 ár í röð, frá ár­inu 2001 til 2010, en þá virðist hafa kólnað aðeins og yf­ir­leitt hvarf hann ekki eft­ir það. Aðeins árin 2012, 2019 og einnig nú 2023. Til eru upp­lýs­ing­ar um að skafl­inn hafi í tvö ár horfið mjög snemma, en hann hvarf í júlí 1941 og 2010. Sum­ir vet­ur eru óvenju snjólétt­ir, þegar norðaust­læg­ar vindátt­ir eru meira og minna ríkj­andi og úr­koma lít­il af þeim sök­um. Þannig var einnig vet­ur­inn 2010 þegar skafl­inn hvarf í júlí. Síðasta vet­ur sem leið safnaðist lít­ill snjór í löng­um frosta­köfl­um og lægðabraut­in lengst af langt fyr­ir sunn­an landið. Það var ansi vætu­samt í júní, en síðan hef­ur verið óvenju þurrt og sól­ríkt. Til að skafl­inn hverfi þarf helst að fara sam­an að vet­ur sé snjólétt­ur á und­an hlýju sumri. Sér­fræðing­ar hér á Veður­stof­unni hafa fjallað um skafl­inn og tíðarfar tengt hon­um í gegn­um tíðina.“ Skafl­inn í Gunn­laugs­skarði hef­ur sem sagt staðið allt af sér síðan dill­an um ham­fara­hlýn­un hófst

Blað stofnað tíu árum fyrr

Árið 1903 var blaðið Land­vörn stofnað, tíu árum á und­an Morg­un­blaðinu. Þar voru eng­ir au­kvis­ar að verki: Ein­ar Bene­dikts­son, Ein­ar Gunn­ars­son og Bene­dikt Sveins­son voru kosn­ir í rit­stjórn af fé­lag­inu sem að því stóð. Þetta var mynd­ar­legt blað, mikl­ir text­ar og fru­mort ljóð, en eng­ar aug­lýs­ing­ar. Um er­indi blaðsins sagði á forsíðu: „Til­drög til þess að rit það, er hér kem­ur fram, er stofnað nú og á þann hátt, sem les­end­ur þess sjá, eru þau, að nokkr­um mönn­um hér í Reykja­vík hef­ir þótt skylda sín að láta koma fram op­in­ber and­mæli gegn hneykslisaðgerðum síðasta alþing­is í stjórn­ar­skrár­mál­inu og gegn þeim op­in­beru sam­tök­um, er orðið hafa á meðal blaðamanna og annarra leiðtoga þjóðar­inn­ar um það, að kæfa og bæla niður frjáls­ar, rök­studd­ar umræður um þetta mál­efni, sem þeir þó all­ir vilja viður­kenna jafn­framt, að varði alla þjóðina mest allra mála.

Útgef­end­um rits­ins þykir full­ljóst, að sam­tök leiðtog­anna í þessa átt eru ekki svo mjög sprott­in af um­hyggju­semi fyr­ir því, að þjóðin láti ekki tíma sinn eyðast milli þinga í óþarfar umræður um mál­efni, sem þegar sé nú ráðið til lykta, held­ur er hin sanna or­sök sam­tak­anna sú, að leiðtog­arn­ir vita að hneykslisaðgerðir þeirra í stjórn­ar­mál­inu geta ekki staðizt skyn­sam­lega rann­sókn hugs­andi manna í land­inu.“

Af þessu merka blaði komu út tíu fjög­urra síðna blöð frá 3. janú­ar 1903 til 26. maí 1903.

Á bréf­rit­ari þau fal­lega inn­bund­in og þykir til þeirra koma. Þótt vart megi flokka þau sem dag­blöð hafa all­mörg slík komið og farið, eins og kunn­ugt er, en eins og er stend­ur Morg­un­blaðið eitt eft­ir.

mbl.is