Smáþörungar lausn á sjálfbærnisvanda?

Davíð Gíslason segir eina af áskorunum rannsakenda hafa verið að …
Davíð Gíslason segir eina af áskorunum rannsakenda hafa verið að finna leið til að brjóta niður skelina sem verndar þörunginn Nannochloropsis. mbl.is/Árni Sæberg

Í stað fiski­ol­íu mætti nota olíu sem unn­in er úr þör­ung­um sem rækta má í lokuðu kerfi í fóður­gerð fyr­ir fisk­eldi. Þör­unga­olí­an er um­hverf­i­s­vænni vara og hef­ur að geyma þær fitu­sýr­ur sem teg­und­ir eins og lax þurfa á að halda.

 „Sjálf­bærni­vandi fisk­eld­is felst í því að iðulega þarf að veiða aðrar fisk­teg­und­ir til að nota til fóður­gerðar. Tek­ist hef­ur að nýta prótein­gjafa úr plöntu­rík­inu í fóður­gerðina en hins veg­ar hef­ur þótt nauðsyn­legt að nota hrá­efni á borð við loðnu sem upp­sprettu þeirra góðu fitu­sýra sem fisk­ur á borð við lax þarf á að halda og ger­ir lax­inn ein­mitt að svo góðri og hollri neyt­enda­vöru,“ út­skýr­ir Davíð Gísla­son, verk­efna­stjóri hjá Matís, í viðtali í síðasta blaði 200 mílna.

Ræktunartæknin sem VAXA hefur þróað notar hárnákvæmar ljósdíóður til að …
Rækt­un­ar­tækn­in sem VAXA hef­ur þróað not­ar hár­ná­kvæm­ar ljós­díóður til að rækta þör­unga þannig að raf­orkan nýt­ist sem best. Ljós­mynd/​VAXA

Hann er stjórn­andi rann­sókn­ar um kosti þess að nota smáþör­unga, fram­leidda á Íslandi af VAXA, sem hrá­efni í fóður fyr­ir fisk­eldi. Verk­efnið fór fram í sam­starfi við VAXA og Haf­rann­sókna­stofn­un með stuðningi Tækniþró­un­ar­sjóðs.

Davíð tek­ur fram að niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar gefi til­efni til hóf­legr­ar bjart­sýni og vert að gera frek­ari til­raun­ir af sama toga. Reyn­ist þör­unga­olí­an eins gott hrá­efni og fyrstu niður­stöður benda til þá gæti eft­ir­spurn­in orðið tölu­verð. Sem fyrr seg­ir fer þör­unga­rækt­un­in fram með um­hverf­i­s­væn­um hætti og þykir þetta nýja hrá­efni vel til þess fallið að minnka kol­efn­is­spor fisk­eld­is­geir­ans og bæta sjálf­bærni grein­ar­inn­ar.

Lesa má viðtalið við Davíð í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: