Á heilsuferðalagi og heimsótti Ísland

Skye transforms ferðaðist víða um Ísland.
Skye transforms ferðaðist víða um Ísland. Samsett mynd

Kona sem kallar sig Skye transforms hefur smám saman byggt upp mikinn hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Ástæða þess er að hún sýnir opinberlega frá ferðalagi sínu í átt að betra mataræði og heilsu. Skye transforms hefur ferðast víða um heim á heilsuferðalagi sínu og heimsótti þar á meðal Ísland. 

Hún deildi myndskeiðum af sér á ferð um landið sem vöktu mikla athygli, en Skye transforms heimsótti nokkra vinsæla ferðamannastaði. Hún skellti sér í frískandi göngur í náttúrunni, hoppaði á trampólíni, hljóp um Reynisfjöru og fann margar aðrar sniðugar leiðir til þess að koma hreyfingu fyrir á ferðalagi sínu um landið. Skye transforms lét einnig veður og vinda aldrei stoppa sig. 

@skyetransforms Crossing off a bucket list item! To think I would’ve missed out on this because of a swimsuit is crazy. #lifestylechange #fitnesstransformationjourney #plussizeswim ♬ Adore - Instrumental - GC




mbl.is