Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur slegið rækilega í gegn í óvæntu TikTok-myndbandi sem birtist á reikningi TikTok-stjörnunnar Zacc á dögunum.
Myndbandið er hluti af þáttaröð sem kallast Humans of New York, en í myndskeiðunum stoppar Zacc fólk af handahófi úti á götu New York-borgar og spyr það spurninga.
Í byrjun myndbandsins er Laufey beðin um að kynna sig og segja bæði hvað hún heiti og hvaðan hún sé. Því næst spyr hann Laufeyju: „Ef þú gætir gefið sjálfri þér þegar þú varst ung eitt ráð, hvað væri það?“
„Ég myndi líklega segja henni að hafa ekki of miklar áhyggjur og láta drauma sína rætast,“ svarar Laufey.
Þá spyr Zacc: „Ef þú gætir sagt heiminum eitthvað eitt, hvað væri það?“ og Laufey svarar: „Hlustaðu á hvaða tónlist sem þú vilt og ekki vera hrædd við gagnrýni.“
Fylgjendur Zacc hreinlega misstu sig yfir því að hann hefði rekist á Laufeyju á rölti sínu um New York-borg. „Ef ég myndi rekast á Laufeyju þá mundi ég fara að gráta. Þú ert svo heppinn,“ skrifaði einn fylgjandi á meðan annar skrifaði: „Laufey gerir mig svo glaða og rólega.“
@zacc.chen Asking @laufey what advice would she give her younger self 🎙️ • • • • • #laufey #laufeytour #laufeylin #nyc #interview #advice #lifeadvice #streetinterview #streetinterviews #publicinterview #publicinterviews #relatable #humans #people #asian #singer #wholesome #positivity #iceland #reykjavik #newyorkcity #humansofnewyork #asianrepresentation #twenties #london #singapore #trendingreels #lawofattraction #manifest #foryou ♬ Christmas Dreaming - Laufey