Viðsnúningur í viðhorfum til umhverfisins

Sóllilja Bjarnadóttir doktorsnemi.
Sóllilja Bjarnadóttir doktorsnemi. Ljósmynd/Aðsend

Íslend­ing­ar hafa al­mennt mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um, þó ein­hverj­ir séu á því máli að áhrif þeirra hér á landi séu ekki jafn slæm og ann­ars staðar. Er­lend­ar rann­sókn­ir sýna að kon­ur hafi meiri lofts­lags­á­hyggj­ur en karl­ar. Kynjamun­ur­inn er þó ekki jafn skýr hér á landi.

Þetta kem­ur fram í rann­sókn sem unn­in var af Sóllilju Bjarna­dótt­ur doktorsnema og Sigrúnu Ólafs­dótt­ur pró­fess­or. Í rann­sókn­inni skoðuðu þær hvort mun­ur væri á lofts­lags­á­hyggj­um eft­ir kyni hér á landi og hvort fé­lags­mót­un og fé­lags­leg hlut­verk tengd­ust lofts­lags­á­hyggj­um kynj­anna.

Lofts­lags­á­hyggj­ur mikl­ar hjá bæði körl­um og kon­um

Niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar bend­ir til þess að hér á landi séu áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um mikl­ar hjá báðum kynj­um. Aðspurð seg­ir Sóllilja að hugs­an­lega megi skýra þenn­an mun með því að Íslend­ing­ar séu meðvitaðir um þá slæmu stöðu sem við erum í.

Hún seg­ir er­lend­ar rann­sókn­ir sýna að kynjamun­ur á lofts­lagsviðhorf­um sé minni í sam­fé­lög­um þar sem kynja­jafn­rétti og sterk­ur efna­hag­ur er við lýði. 

„Við sjá­um það oft­ar í er­lend­um rann­sókn­um að kon­ur hafa meiri lofts­lags­á­hyggj­ur. En er­lend­ar rann­sókn­ir hafa líka sýnt að ef lönd eru með sterk­an efna­hag og meira jafn­rétti á milli kynj­anna, þá er ólík­legra að það sé mik­ill kynjamun­ur í lofts­lagsviðhorf­um. Þá er hug­mynd­in sú að þegar þró­un­arstig sam­fé­laga verður hærra verður auk­in áhersla á mann­rétt­indi og um­hverf­is­mál. Sem helst þá í hend­ur við það að kynjamun­ur í viðhorf­um verður minni.“

Íslenskir jöklar hopa hratt vegna hnattrænnar hlýnunar.
Íslensk­ir jökl­ar hopa hratt vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar. mbl.is/​Rax

Mjög kynjuð til árs­ins 2007

Sóllilja seg­ir að á síðustu árum hafi orðið viðsnún­ing­ur í viðhorf­um til um­hverf­is­ins hér á landi. Því til út­skýr­ing­ar bend­ir hún á aðra rann­sókn sína þar sem hún skoðaði hvort að viðhorf til um­hverf­is­vernd­ar og stóriðju væru kynjuð.

Í þeirri rann­sókn mátti sjá að viðhorf­in voru mjög kynjuð til árs­ins 2007, þá voru kon­ur lík­legri til að vilja leggja áherslu á um­hverf­is­vernd. Eft­ir það hef­ur þó ekki verið hægt að sjá kynjamun hvað þetta varðar. Hún seg­ir því ljóst að viðhorf til um­hverf­is­ins séu ekki jafn kynjuð í dag og þau voru.

„Það væri áhuga­vert í framtíðar­rann­sókn­um að skoða, með lang­tíma­gögn­um, hvort að viðhorf kvenna séu far­in að líkj­ast viðhorf­um karla, eða öf­ugt. En miðað við hversu mik­ill hluti Íslend­inga virðist átta sig á stöðunni sem við erum í varðandi lofts­lags­breyt­ing­ar, er lík­legra að það sé það síðara.“

Íslend­ing­ar telja lofts­lags­breyt­ing­ar vera vanda­mál

Sóllilja seg­ir greini­legt að mik­ill meiri­hluti hér á landi álíti að lofts­lags­breyt­ing­ar séu að eiga sér stað. Hún seg­ir þó mis­mun­andi hvort fólk telji þær vera vanda­mál. Um 13,4% Íslend­inga álíta að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér stað en séu ekki vanda­mál.

Þrátt fyr­ir það tel­ur meiri­hluti Íslend­inga að lofts­lags­breyt­ing­ar séu vanda­mál, eða 85,6%. Það er því ein­ung­is 1% Íslend­inga sem telja að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér ekki stað.

„Sá hóp­ur sem tel­ur lofts­lags­breyt­ing­ar ekki vera vanda­mál tel­ur að ein­hverju leyti að þær séu vanda­mál fyr­ir aðrar þjóðir en okk­ur.“

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga átt­ar sig á því að lofts­lags­breyt­ing­ar séu vanda­mál og seg­ir Sóllilja það lík­leg­ustu ástæðuna fyr­ir því að kynjamun­ur­inn sé ekki sá sami hér og er­lend­is.

Vatn flæddi um götur Quimperle, í vestur Frakklandi, eftir stormasamt …
Vatn flæddi um göt­ur Quim­perle, í vest­ur Frakklandi, eft­ir storma­samt veður um síðastliðna helgi. AFP/​Fred Tann­eau

Kynjamun­ur í áhyggj­um minni meðal fólks í fullu starfi

Eitt af því sem Sóllilju þykir áhuga­verðast við skoðun á niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar eru sam­virkni­á­hrif kven­kyns­breyt­unn­ar og þess að vera í fullu starfi.

Til út­skýr­ing­ar seg­ir hún að þegar all­ar breyt­ur rann­sókn­ar­inn­ar eru skoðaðar sam­tím­is megi sjá hvað það er í fé­lags­veru­leika ein­stak­linga sem hef­ur áhrif á þetta sam­band. Sam­an­b­urður­inn sýn­ir mark­tæk sam­virkni­á­hrif milli kven­kyns­breyt­unn­ar og þess að vera í fullu starfi.

„Þetta eru nei­kvæð sam­virkni­á­hrif sem þýða að tengsl milli kyns og lofts­lags­á­hyggna munu minnka sam­hliða því að ein­stak­ling­ar eru í fullu starfi,“ seg­ir Sóllilja og bæt­ir við:

„Í ein­földu máli þýðir þetta að kynjamun­ur er minni í lofts­lags­á­hyggj­um fyr­ir ein­stak­linga í fullu starfi sam­an­borið við þá sem eru í hluta­starfi. Þá eru kenn­ing­ar sem notaðar hafa verið er­lend­is þannig að þeir sem eru meira á vinnu­markaði hafi áhyggj­ur af hag­vexti og fjár­hags­legu ör­yggi, á kostnað um­hverf­isá­hyggna.“

Önnur ástæða, sem Sóllilja tel­ur lík­legri fyr­ir ís­lensk­an veru­leika, er að þeir sem eru í fullu starfi séu yf­ir­leitt með hærra mennt­un­arstig.

„Hærra mennt­un­arstig gæti leitt til þess að ein­stak­ling­ar átta sig bet­ur á stöðunni sem við erum í með lofts­lags­breyt­ing­um og þess vegna erum við að sjá minni kynjamun í lofts­lags­á­hyggj­um fyr­ir þann hóp.“

„Í því sam­hengi má jafn­framt sjá að þeir sem telja sig vera í ábyrgðar­stöðu hvað varðar aðgerðir til að draga úr lofts­lags­breyt­ing­um eru lík­legri til að hafa áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um,“ seg­ir Sóllilja.

Tíðar hitabylgjur hafa víða áhrif á daglegt líf fólks.
Tíðar hita­bylgj­ur hafa víða áhrif á dag­legt líf fólks. AFP/​Spencer Platt

Ein­ung­is horft til karla og kvenna

Sóllilja seg­ir niður­stöðurn­ar áhuga­verðar og hlakk­ar til frek­ari rann­sókna á efn­inu, þar sem ekki hafa verið gerðar marg­ar rann­sókn­ir sem skoða lofts­lagsviðhorf út frá kynja­vinkli hér á landi.

Þá tek­ur hún jafn­framt fram að ástæða þess að ein­ung­is hafi verið horft til karla og kvenna í rann­sókn­inni, sé vegna þess að gögn­in sem rann­sókn­in byggði á hafi ekki tekið mið af öll­um kynj­um.

„Auðvitað væri miklu betra að hafa öll kyn í þess­ari grein­ingu en gögn­in buðu því miður ekki upp á það í þetta skipti,“ seg­ir hún.

Loftslagsbreytingar og tíðar hitabylgjur hafa átt þátt í skógareldum.
Lofts­lags­breyt­ing­ar og tíðar hita­bylgj­ur hafa átt þátt í skógar­eld­um. AFP
mbl.is