Engar sambærilegar rannsóknir hér á landi

Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri …
Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri var Karl Helgason á Björgu EA. Ljósmynd/Samherji

Sjó­menn á tog­ur­um Sam­herja og Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga taka þátt í rann­sókn hreyfi­v­ís­inda­set­urs Há­skól­ans í Reykja­vík og Há­skóla Íslands á ein­kenn­um hreyfi­veiki. Fram kem­ur í færslu á vef Sam­herja að vegna rann­sókn­ar­inn­ar hafi há­tækni­búnaður til rann­sókna á sjó­veiki og ann­arri hreyfi­veiki verið flutt­ur til Ak­ur­eyr­ar.

Um er að ræða sýnd­ar­veru­leika­búnað sem skap­ar hreyf­ing­ar sem ger­ir það að verk­um að not­end­ur upp­lifa sam­bæri­leg­ar aðstæður og þær sem fram­kalla hreyfi­veiki, eins og sjó- eða bíl­veiki.

Hannes Petersen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Hann­es Peter­sen, pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Íslands. Ljós­mynd/​Sam­herji

“Í dag hafa um fjög­ur hundruð ein­stak­ling­ar tekið þátt í rann­sókn­inni, fólk sem hef­ur verið í landi í lang­an tíma. Hérna á Ak­ur­eyri fáum við hins veg­ar sjó­menn sem eru að koma úr veiðiferð, hafa sem sagt verið á sjó í tölu­verðan tíma. Tog­ar­inn Björg EA kom til lönd­un­ar snemma í morg­un og sjó­menn­irn­ir voru svo vin­sam­leg­ir að taka þátt í rann­sókn­inni á meðan öll kerf­in í lík­am­an­um eru í raun enn stillt inn á ver­una á sjón­um. Síðan bæt­ast við fleiri áhafn­ir á næstu dög­um, ” seg­ir Hann­es Peter­sen, pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Íslands, í færsl­unni.

„Aðkoma Sam­herja og sjó­mann­anna er gríðarlega mik­il­væg fyr­ir verk­efnið og við erum þakk­lát fyr­ir stuðning­inn og þátt­töku þeirra. Eng­ar sam­bæri­leg­ar rann­sókn­ir hafa áður verið gerðar hér á landi, niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar koma til með að auka þekk­ingu okk­ar á hreyfi­veiki og þar með talið sjó­veiki,“ seg­ir Hans.

Það er ýmsum búnaði komið fyrir á þátttakendum rannsóknarinnar.
Það er ýms­um búnaði komið fyr­ir á þátt­tak­end­um rann­sókn­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Sam­herji

Verður varla sjó­veik­ur

„Nei, það er varla hægt að tala um að ég verði sjó­veik­ur en í verstu veðrum finn ég þó fyr­ir smá velgju,“ seg­ir Karl Helga­son há­seti á Björgu EA, en hann var fyrst­ur sjó­mann­ana til að taka þátt í rann­sókn­inni á Ak­ur­eyri.

„Það er sjálfsagt að taka þátt í þess­ari rann­sókn og von­andi verður í framtíðinni hægt að draga úr ein­kenn­um sjó­veiki. Ég held að sjó­menn tali ekki mikið um sjó­veiki, ég er ekki frá því að þetta sé svo­lítið feimn­is­mál inn­an stétt­ar­inn­ar. Þessi búnaður er hreint magnaður, sýnd­ar­veru­leika­tækn­in er mjög raun­veru­leg,“ seg­ir Karl.

Fyrsti sjómaðurinn til að taka þátt í verkefninu á Akureyri …
Fyrsti sjó­maður­inn til að taka þátt í verk­efn­inu á Ak­ur­eyri var Karl Helga­son á Björgu EA. Ljós­mynd/​Sam­herji

Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að þróa nýja aðferð til að mæla og meta breyt­ing­ar á líf­fræðileg­um merkj­um sem tengj­ast hreyfi­veiki og sér­stak­lega sjó­veiki, auk þess að meta sam­spil á milli mis­mun­andi líf­fræðilegra merkja með því að nota gervi­greind og véla­nám ( e. machine le­arn­ing). Jafn­framt er mark­mið að ann­sókn­in skili aukn­um skiln­ingi á or­sök­um sjó­veiki og þróa aðferðir til að þjálfa (meðhöndla) ein­stak­linga og draga úr ein­kenn­um á sjó­veiki.

mbl.is