Hyggst leita réttar síns

Hvalur hf. hefur skilað skýrslu um hvalveiðarnar sem fram fóru …
Hvalur hf. hefur skilað skýrslu um hvalveiðarnar sem fram fóru í september og skilað til Matvælastofnunar og Fiskistofu, eins og mælt er fyrir um í reglugerð um veiðar á langreyðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niður­stöðurn­ar eru já­kvæðar og sýna fram á að þróun og fjár­fest­ing okk­ar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eft­ir lok hval­vertíðar 2022 er að skila mark­tæk­um ár­angri. Ég bendi þó á að þess­ar breyt­ing­ar höfðu þegar verið inn­leidd­ar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hval­veiðar,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf.

Fyr­ir­tækið hef­ur skilað skýrslu um hval­veiðarn­ar sem fram fóru í sept­em­ber og skilað til Mat­væla­stofn­un­ar og Fiski­stofu, eins og mælt er fyr­ir um í reglu­gerð um veiðar á langreyðum.

Um­tals­verðar fram­far­ir

Í skýrsl­unni kem­ur fram að um­tals­verðar fram­far­ir hafi orðið í veiðitækni við hval­veiðarn­ar frá fyrra ári, sem séu afrakst­ur þró­un­ar og fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem tek­inn var í notk­un í hval­bát­un­um. Þannig hafi taf­ar­laus dauðatíðni langreyða auk­ist í tæp 80% frá vertíðinni 2022, en þá var hún met­in á bil­inu 59-67%. Í skýrsl­unni seg­ir að stöðvun hval­veiða lung­ann úr síðasta sumri hafi valdið fé­lag­inu stór­felldu fjár­tjóni sem og tíma­bund­in stöðvun veiða Hvals 8 þann 14. sept­em­ber.

Tel­ur fyr­ir­tækið að báðar ákv­arðan­irn­ar séu háðar fjölþætt­um ann­mörk­um um form og efni og hyggst Hval­ur leita rétt­ar síns vegna þeirra. Umboðsmaður Alþing­is er nú með stjórn­sýslu ráðherra í mál­inu til skoðunar í fram­haldi af kvört­un Hvals þar um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina