Veiðiaðferðum var breytt til batnaðar

Þróun Hvals hf. á veiðiaðferðum og veiðibúnaði á milli vertíðanna 2022 og 2023 skilaði mark­tæk­um breyt­ing­um til batnaðar og taf­ar­laus dauðatíðni langreyða jókst upp í tæp 80% á stuttri hval­veiðivertíð í sept­em­ber sl. sem er um­tals­vert betra en á sam­bæri­legu tíma­bili á vertíðinni 2022. Þá var dauðatíðnin á bil­inu 59-67%.

Þetta kem­ur fram í skýrslu sem Hval­ur hef­ur skilað til Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) og Fiski­stofu um veiðarn­ar á nýliðinni vertíð.

Engra frek­ari skýr­inga óskað

Í skýrsl­unni kem­ur fram að þetta sé afrakst­ur þró­un­ar og fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem inn­leidd­ur hafði verið í hval­bát­un­um Hval 8 og Hval 9 og var til­bú­inn til notk­un­ar er hval­veiðar áttu að hefjast í júní 2023.

Síðan var það ekki fyrr en 15. ág­úst 2023 sem starfs­hóp­ur sem mat­vælaráðherra skipaði til að leggja mat á leiðir til að fækka frá­vik­um við veiðarn­ar kom í vett­vangs­ferð um borð í hval­veiðiskip Hvals.

Raf­skutull hefði gert gagn

Í skýrsl­unni bend­ir Hval­ur á að hvað varðar það álit starfs­hóps­ins um beit­ingu raf­skutuls að fyr­ir­liggj­andi gögn og upp­lýs­ing­ar væru ekki nægi­leg til að geta metið virkni raf­magns við af­líf­un hvala, þá hefði farið bet­ur á því að starfs­hóp­ur­inn hefði kallað eft­ir upp­lýs­ing­um og gögn­um þar um. Það var hins veg­ar ekki gert og engra frek­ari skýr­inga óskað frá Hval hvað þenn­an þátt varðaði.

„Ég er sann­færður um að notk­un raf­skutuls hefði aukið enn á skil­virkn­ina. Ég á satt best að segja erfitt með að skilja af hverju til­tekn­ir ein­stak­ling­ar býsn­ast yfir hug­mynd­um um notk­un raf­skutuls til að auka enn skil­virkni veiðanna, kannski ótt­ast þeir niður­stöðuna,“ seg­ir Kristján Lofts­son fram­kævmda­stjóri Hvals í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: