Ljósmyndarinn og norðurljósasérfræðingurinn Dave Williams náði að festa ótrúlegt sjónarspil norðurljósa á filmu fyrr í vikunni þegar hann var staddur í Lofoten í Noregi.
Williams birti myndskeið af norðurljósunum á samfélagsmiðlum sínum og hafa þau vakið mikla athygli. Þrátt fyrir að starfa við það að skoða og taka ljósmyndir af norðurljósum segist hann aldrei hafa séð aðra eins litadýrð á ævinni.