Neitað um innlögn á bráðageðdeild

Maðurinn fær ekki að leggjast inn á bráðageðdeild Landspítalans á …
Maðurinn fær ekki að leggjast inn á bráðageðdeild Landspítalans á Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu - fé­lags fanga, seg­ir geðheil­brigðis­kerfið hafa brugðist ung­um manni sem sit­ur nú í gæslu­v­arðhaldi á Litla-Hrauni. Maður­inn er í al­var­legu geðrofi en fær ekki að leggj­ast inn á bráðageðdeild Land­spít­al­ans. 

Guðmund­ur út­skýr­ir í sam­tali við mbl.is að hver hönd­in sé uppi á móti ann­arri í kerf­inu. Fag­fólk Fang­els­is­mála­stofn­un­ar vilji að maður­inn legg­ist inn á geðdeild, en bráðageðdeild Land­spít­ala neiti að taka við hon­um nema gegn því skil­yrði að hon­um fylgi ein­kennisklædd­ir fanga­verðir eða ör­ygg­is­verðir. 

Lög­regl­an, sem ber ábyrgð á gæslu­v­arðhald­inu, neiti að óska eft­ir því við dóm­ara að breyta úr­sk­urði sín­um á þann veg að vista eigi mann­inn á viðeig­andi stofn­un nema að und­an­gengnu mati lækna bráðageðdeild­ar um að hann sé í geðrofi.

Hann seg­ir Fang­els­is­mála­stofn­un alla af vilja gerða til að koma mann­in­um í viðeig­andi úrræði en að fjár­magn skorti til þess að fanga­verðir geti fylgt hon­um á geðdeild­ina.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga á Íslandi.
Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu fé­lags fanga á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hrædd­ur og græt­ur mikið

Guðmund­ur seg­ir málið grafal­var­legt en hann vakti at­hygli á máli unga manns­ins eft­ir sam­tal við hann í síðustu viku. Þá hafi fyrr­greind at­b­urðarás farið af stað um helg­ina. 

„Hann var í geðrofi, með rang­hug­mynd­ir, og veit ekki hvar hann er. Hann er hrædd­ur, græt­ur mikið og er ein­fald­lega ekki sami maður og áður. Tónn­inn í orðum hans eins og hjá öll­um öðrum sem hafa endað á að verða sjálf­um sér og öðrum hættu­leg­ur. Hann er því lík­leg­ur til að ráðast á sam­fanga, fanga­verði eða hrein­lega svipta sig lífi,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir kerfið margít­rekað hafa brotið á mann­rétt­ind­um þessa unga manns þar sem hann fái ekki þá lækn­isaðstoð sem hann sann­ar­lega þarf. Nauðsyn­legt sé að hann kom­ist inn á bráðageðdeild sem allra fyrst.

Á eft­ir að enda með ósköp­um

„Ég er hugsi yfir stefnu og stöðu heil­brigðismála á Íslandi og get ekki sætt mig við það að stjórn­end­ur geðdeilda mæti í fjöl­miðla og haldi því blákalt fram að eng­um sé vísað frá þegar það er ít­rekað staðfest að um ósann­sögli er að ræða. Ég skora á heil­brigðisráðherra að gera eitt­hvað í mál­un­um,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Hann seg­ist vera langþreytt­ur á því að mega ekki segja hitt og þetta í viðtöl­um við fjöl­miðlum því ekki megi styggja þá sem veita styrki. „Þetta á bara eft­ir að enda með ósköp­um ef ekk­ert er gert,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Guðmund­ur upp­lýs­ir að fang­inn sem umræðir sé karl­maður rétt kom­inn yfir þrítugt.

mbl.is