Olíukaup í Færeyjum spara tugi milljóna

Landhelgisgæslan telur forsendur gagnrýni Ríkisendurskoðunar á olíukaup stofnunarinnar í Færeyjum …
Landhelgisgæslan telur forsendur gagnrýni Ríkisendurskoðunar á olíukaup stofnunarinnar í Færeyjum hafa verið aðrar þegar álitið var gefið út, nú sé umfang kaupanna meira. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands

Æfing­ar ís­lensku varðskip­anna í Fær­eyj­um hafa reynst Land­helg­is­gæsl­unni drjúg­ar og leitt til sparnaðar í ol­íu­kaup­um sem nem­ur tug­um millj­óna, að því er seg­ir í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Áhöfn­in á varðskip­inu Þór hélt sam­eig­in­lega æf­ingu með áhöfn varðskips­ins Brim­ils við Þórs­höfn í Fær­eyj­um í síðustu viku. Æfing­ar sem þess­ar fara reglu­lega fram og eru nauðsyn­leg­ar fyr­ir starfs­fólk Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem fær mik­il­vægt tæki­færi til að æfa með áhöfn­um syst­ur­stofn­ana henn­ar, að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa.

Frá alda­mót­um hafa varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar tekið olíu í Fær­eyj­um þegar þau hafa verið við eft­ir­lits­störf djúpt aust­ur af land­inu eða við æf­ing­ar með dönsku og fær­eysku varðskip­un­um. Rík­is­end­ur­skoðun komst að þeirri niður­stöðu fyr­ir tveim­ur árum, í stjórn­sýslu­út­tekt á Land­helg­is­gæslu Íslands, að stofn­un­in ætti að hætta ol­íu­töku í Fær­eyj­um og beina þess í stað viðskipt­un­um til Íslands.

Þegar litið sé til þeirra fjár­muna sem Land­helg­is­gæsl­an fær til rekst­urs stofn­un­ar­inn­ar og heild­ar­hags­muna rík­is­ins sé varla hægt að líta á það sem svo að um raun­veru­leg­an sparnað sé að ræða. Sá virðis­auka­skatt­ur, sem stjórn­end­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar vísi til að skeri úr um hvar borgi sig að kaupa eldsneyti, renni all­ur til rík­is­sjóðs.

Ásgeir seg­ir að síðan álit Rík­is­end­ur­skoðunar var sett fram hafi for­send­ur breyst og rekst­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar orðið mun þyngri. Þar vegi stór­hækkaður ol­íu­kostnaður þungt. Hið nýja varðskip Freyja eyðir mun meira eldsneyti en Týr, sem Freyja leysti af hólmi, enda fjór­falt stærra skip.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: