Flúraði nafn makans þvert yfir enni sitt

Stanskovsky er með mörg húðflúr en nafn kærastans var fyrsta …
Stanskovsky er með mörg húðflúr en nafn kærastans var fyrsta andlitshúðflúrið. Samsett mynd

Ástinni er lýst sem eins kon­ar guðdóm­legu brjálæði enda afl sem get­ur blindað skyn­semi og lógík. Slíkt gerðist nú á dög­un­um þegar áhrifa­vald­ur í Lund­ún­um gekk inn á húðflúr­stofu þar í borg og lét ást­ina held­ur bet­ur ráða för. 

Ann Stanskov­sky, 27 ára, birti mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok sem hlaut mikla at­hygli net­verja. Hún sýndi frá því þegar hún lét flúra nafn síns heitt­elskaða þvert yfir enni sitt með stór­um stöf­um, en Stanskov­sky er nú með nafnið Kevin flúrað í svörtu bleki.

Í mynd­skeiðinu hvet­ur hún all­ar „al­vöru“ kær­ust­ur að gera slíkt hið sama og seg­ir einnig að ef hún slíti sam­band­inu við þenn­an Kevin þá finni hún sér ein­fald­lega bara ann­an Kevin.



mbl.is