Flúraði nafn makans þvert yfir enni sitt

Stanskovsky er með mörg húðflúr en nafn kærastans var fyrsta …
Stanskovsky er með mörg húðflúr en nafn kærastans var fyrsta andlitshúðflúrið. Samsett mynd

Ástinni er lýst sem eins konar guðdómlegu brjálæði enda afl sem getur blindað skynsemi og lógík. Slíkt gerðist nú á dögunum þegar áhrifavaldur í Lundúnum gekk inn á húðflúrstofu þar í borg og lét ástina heldur betur ráða för. 

Ann Stanskovsky, 27 ára, birti myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok sem hlaut mikla athygli netverja. Hún sýndi frá því þegar hún lét flúra nafn síns heittelskaða þvert yfir enni sitt með stórum stöfum, en Stanskovsky er nú með nafnið Kevin flúrað í svörtu bleki.

Í myndskeiðinu hvetur hún allar „alvöru“ kærustur að gera slíkt hið sama og segir einnig að ef hún slíti sambandinu við þennan Kevin þá finni hún sér einfaldlega bara annan Kevin.



mbl.is