Þrír skipstjórar grunaðir um brot

Þrír skipstjórar á strandveiðibátum eru grunaðir um vigtunarbrot. Myndin tengist …
Þrír skipstjórar á strandveiðibátum eru grunaðir um vigtunarbrot. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Alfons

Fiski­stofa hef­ur til meðferðar mál frá júní 2022 þar sem þrír skip­stjór­ar eru grunaðir um að hafa landað afla á strand­veiðum án þess að lög­gilt­ur vigt­armaður hafi staðið að fram­kvæmd vigt­un­ar. Einn skip­stjór­anna er grunaður um að hafa fram­kvæmt vigt­un á afla úr sín­um bát sjálf­ur og svo vigtað afla hinna tveggja strand­veiðibát­anna.

Þetta upp­lýs­ir Fiski­stofa um þau mál sem eru til meðferðar hjá stofn­un­inni í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Þá seg­ir að „stofn­un­in hafi í dag sjö brota­mál á borði lög­fræðinga til meðferðar þar sem grun­ur er um brott­kast. Jafn­framt eru sex brott­kasts­mál til viðbót­ar í vinnslu veiðieft­ir­lits­sviðs sem eru vænt­an­leg til lög­fræðinga til til­hlýðilegr­ar meðferðar.“ Auk þess eru til meðferðar mál vegna ófull­nægj­andi skila eða van­skila á af­la­upp­lýs­ing­um, vigt­ar­brota og fleiri atriða, en ekki ligg­ur fyr­ir heild­artala að svo stöddu.

Nán­ar er fjallað um mál sem hafa verið til meðferðar hjá Fiski­stofu í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: