Þrír skipstjórar grunaðir um brot

Þrír skipstjórar á strandveiðibátum eru grunaðir um vigtunarbrot. Myndin tengist …
Þrír skipstjórar á strandveiðibátum eru grunaðir um vigtunarbrot. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Alfons

Fiskistofa hefur til meðferðar mál frá júní 2022 þar sem þrír skipstjórar eru grunaðir um að hafa landað afla á strandveiðum án þess að löggiltur vigtarmaður hafi staðið að framkvæmd vigtunar. Einn skipstjóranna er grunaður um að hafa framkvæmt vigtun á afla úr sínum bát sjálfur og svo vigtað afla hinna tveggja strandveiðibátanna.

Þetta upplýsir Fiskistofa um þau mál sem eru til meðferðar hjá stofnuninni í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Þá segir að „stofnunin hafi í dag sjö brotamál á borði lögfræðinga til meðferðar þar sem grunur er um brottkast. Jafnframt eru sex brottkastsmál til viðbótar í vinnslu veiðieftirlitssviðs sem eru væntanleg til lögfræðinga til tilhlýðilegrar meðferðar.“ Auk þess eru til meðferðar mál vegna ófullnægjandi skila eða vanskila á aflaupplýsingum, vigtarbrota og fleiri atriða, en ekki liggur fyrir heildartala að svo stöddu.

Nánar er fjallað um mál sem hafa verið til meðferðar hjá Fiskistofu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: