Aníta afhjúpar leyndarmálin að farsælu sambandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Förðun­ar­fræðing­ur­inn Aníta Arn­dal hef­ur verið með eig­in­manni sín­um, Unn­ari Heimi Skúla­syni, í yfir 10 ár. Í ný­legu TikT­ok-mynd­skeiði fer hún yfir nokkr­ar góðar „regl­ur“ sem hafa gert sam­band þeirra far­sælt. 

    „Nú eru ég og maður­inn minn búin að vera sam­an í 10 ár. Mig lang­ar svo að segja ykk­ur hvernig þetta hef­ur verið hjá okk­ur upp á að hjálpa þá kannski öðrum pör­um. En það hef­ur semsagt verið þannig að við eig­in­lega bara sett­umst niður og ákváðum svona regl­ur sem að við ætluðum að hafa í okk­ar sam­bandi og ég ætla að koma með nokkr­ar regl­ur sem þið getið þá tekið til ykk­ar,“ seg­ir Aníta í byrj­un mynd­bands­ins, en um leið er hún að gera sig til og farða sig fyr­ir dag­inn. 

    „Fyrsta regl­an var sú að hann mátti ekki eiga neina vini. Hann átti bara að gefa mér alla at­hygl­ina. Og hann mátti ekki eiga nein áhuga­mál nema að það væru mín áhuga­mál líka af því að ég þurfti nátt­úru­lega að fá at­hygl­ina hans all­an sól­ar­hring­inn.

    Svo mátti hann helst ekki vera í vinn­unni nema vera með „locati­on“ og svona, ef hann ætlaði að fara eitt­hvert þá þarf hann að hafa „locati­onið“ á því ég þarf nátt­úru­lega að vita hvar hann er öll­um stund­um,“ út­skýr­ir Aníta. 

    „Þarf eig­in­lega helst að vera með poka yfir hausn­um“

    „Hann má ekki spila tölvu­leiki eða neitt þannig útaf því það gæti kannski verið ein­hver stelpa eða strák­ar eða eitt­hvað sem hann er að spila við, og já, ég vil það ekki. Svo hef­ur það eig­in­lega bara verið þannig að hann má al­veg fara einn út sko en ekki með nein­um strák­um eða stelp­um eða neitt þannig, og þá er hann nátt­úru­lega alltaf með „locati­onið“ á og hann þarf eig­in­lega helst að vera með poka yfir hausn­um, en auðvitað þú veist klippi ég göt svo hann sjái hvert hann er að fara – en það kem­ur í veg fyr­ir að stelp­ur séu að stara á hann og hann get­ur þá ekki verið að stara á aðrar stelp­ur,“ bæt­ir hún við. 

    Aníta held­ur svo áfram að lista upp bráðfyndn­ar „regl­ur“ úr sam­bandi þeirra, en mynd­skeiðið hef­ur slegið ræki­lega í gegn. Þegar hafa yfir 16 þúsund not­end­ur horft á mynd­skeiðið, en af um­mæl­um að dæma hef­ur það kitlað ófá­ar hlát­urtaug­arn­ar. 

    Það voru þó ein­hverj­ir sem höfðu mikl­ar áhyggj­ur af því að Aníta væri að deila raun­veru­leg­um regl­um úr sam­bandi þeirra, en Aníta var ekki lengi að leiðrétta þann mis­skiln­ing. 

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina