Dregur sig út úr kapphlaupinu

Tim Scott í apríl síðastliðnum.
Tim Scott í apríl síðastliðnum. AFP/Stefani Reynolds

Banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Tim Scott hef­ur ákveðið að draga sig út úr kapp­hlaup­inu um til­nefn­ingu Re­públi­kana­flokks­ins til næsta for­seta­efn­is flokks­ins.

Scott, sem er frá rík­inu Suður-Karólínu, vonaðist til að verða fyrsti svarti for­set­inn til að verða kos­inn úr röðum Re­públi­kana­flokks­ins.

Hann náði þó aðeins sjötta sæti yfir fram­bjóðend­ur flokks­ins í skoðana­könn­un­um. Með aðeins 2,5% at­kvæða ákvað Scott, sem er 58 ára, að draga sig í hlé.

mbl.is