Konurnar syngja og dansa í Hörpu

Ágota Joó stjórnaði Kvennakór Reykjavíkur á tónleikum í Hörpu í …
Ágota Joó stjórnaði Kvennakór Reykjavíkur á tónleikum í Hörpu í október og gerir það aftur á laugardag. Ljósmynd/Gunnar Jónatansson

Kvennakór Reykjavíkur fagnar 30 ára starfsafmæli í ár og sérstakir afmælistónleikar verða í Hörpu kl. 16.00 á laugardag, 18. nóvember.

„Við höfum alltaf verið með flotta og glæsilega tónleika en það er ekki á hverjum degi sem við syngjum og dönsum í Hörpu,“ segir Ágota Joó, kórstjóri frá ársbyrjun 2010. „Við bjóðum upp á skemmtilega dagskrá fyrir eyru og augu.“

Um 50 til 60 konur eru í kórnum og taka 48 þeirra þátt í tónleikunum, þar sem Bergþór Pálsson verður kynnir. Ágota segir að efnisskráin verði mjög hátíðleg og í hátíðlegum búningi með frábærri hljómsveit undir stjórn Þórðar Magnússonar, og einsöngvara, Hallveigu Rúnarsdóttur sópran. Mikið verði lagt upp úr samspili sviðsetningar, söngs og dansatriða.

mbl.is