„Takk fyrir að þola mig í 11 ár“

Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson hafa verið saman …
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson hafa verið saman í 11 ár. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson fögnuðu því á dögunum að hafa verið saman í 11 ár. 

Í tilefni þess birti Sylvía fallegar færslur á Instagram-reikningi sínum. Fyrst birti hún fallega mynd af fjölskyldunni og hjartnæman texta, en Sylvía og Emil eiga tvo syni og eiga von á þeim þriðja. 

„Þú gefur manni rafmagn til að halda áfram“

„11 ár með þér besti Emmi minn. Svo gaman að vaxa með þér í gegnum þetta líf. Þú veist hvað mér finnst um þig en mig langaði að segja takk fyrir alla þolinmæðina, hlustunina, skilninginn, fyrir að sjá mig, fyrir að nenna að dekra mig og nudda á mér tásurnar, fyrir að hlæja ennþá svona innilega með mér & fyrir eeendalausa gleði og jákvæðni. Þú gefur manni rafmagn til að halda áfram,“ skrifaði Sylvía við myndina. 

Hún birti svo aðra fallega mynd af parinu með yfirskriftinni: „Takk fyrir að þola mig í 11 ár“.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is