Hawke-feðginin á röltinu í Stokkhólmi

Maya og Ethan Hawke unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Wildcat.
Maya og Ethan Hawke unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Wildcat. Samsett mynd

Hollywood-feðginin Ethan og Maya Hawke sáust spóka sig um götur Stokkhólms á dögunum. Tvíeykið er statt á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar í borg en það kynnti nýjustu kvikmynd sína, Wildcat, fyrir áhorfendum síðastliðinn föstudag.

Myndskeið náðist af þeim á röltinu um helgina en á því sést Maya með regnhlíf í hendi enda var heldur blautur og grámóskulegur dagur í borginni.

mbl.is