Hollywood-feðginin Ethan og Maya Hawke sáust spóka sig um götur Stokkhólms á dögunum. Tvíeykið er statt á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni þar í borg en það kynnti nýjustu kvikmynd sína, Wildcat, fyrir áhorfendum síðastliðinn föstudag.
Myndskeið náðist af þeim á röltinu um helgina en á því sést Maya með regnhlíf í hendi enda var heldur blautur og grámóskulegur dagur í borginni.
@street.style.stockholm Ethan Hawke and Maya Hawke in Stockholm. #stockholm #sweden #ethanhawke #mayahawke #streetstyle #streetstylestockholm #hollywoodstars #cinematography #film #stockholmfilmfestival2023 ♬ All Eyes On Me - Instrumental - Dj Belite