Síðustu siglingu Múlabergs lokið

Múlaberg ÓF hefur lokið síðustui ferð sinni og verður nú …
Múlaberg ÓF hefur lokið síðustui ferð sinni og verður nú að brotajárni í Belgíu. mbl.is/Þorgeir

Múla­berg SI er komið til hafn­ar í Gent í Belg­íu þar sem það verður tekið í brota­járn. Þetta staðfest­ir Ísfé­lagið.

Bil­un kom upp í skip­inu fyr­ir ekki svo löngu og var hún þess eðlis að ekki þótti svara kostnaði að gera við skipið. Áhöfn Múla­bergs var því sagt upp.

Skipið á sér hálfr­ar ald­ar út­gerðar­sögu við Íslands­strend­ur og var fyrst gert út með nafn­inu Ólaf­ur Bekk­ur. Það var um langt skeið í eigu Ramma hf. sem sam­einaðist Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. í Ísfé­lag hf. fyrr á ár­inu.

Skipið var smíðað í Jap­an árið 1973 og er eitt af tíu sams­kon­ar skipa sem smíðuð voru fyr­ir Íslend­inga í asíu­rík­inu. Aðeins Ljósa­fell SU sem Loðnu­vinnsl­an hf. ger­ir út frá Fá­skrúðsfirði er eft­ir af Jap­an­stog­ur­un­um í ís­lenska flot­an­um.

mbl.is