Aukið eftirlit lagt til í laxeldi í sjó

Hertar kröfur verða gerðar til eftirlits með starfsemi fiskeldisfyrirtækja í …
Hertar kröfur verða gerðar til eftirlits með starfsemi fiskeldisfyrirtækja í breyttri reglugerð. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

Fisk­eld­is­fyr­ir­tæki skulu tryggja að lax verði ekki kynþroska á eld­is­tíma í sjókví­um, sam­kvæmt drög­um að breyt­ing­um á reglu­gerð um fisk­eldi sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur lagt fram í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar voru unn­ar í sam­ráði við Mat­væla­stofn­un og Haf­rann­sókna­stofn­un og er gert ráð fyr­ir að Mat­væla­stofn­un fái aukn­ar heim­ild­ir til eft­ir­lits með kynþroska í eldisk­ví­um og slát­ur­hús­um.

Eft­ir­lit verður aukið með víðtæk­ari hætti og rekstr­ar­leyf­is­höf­um gert skylt að viðhafa neðan­sjáv­ar­eft­ir­lit, köf­un eða neðan­sjáv­ar­mynda­vél, með ástandi net­poka á alla vega 30 daga fresti og stund­um sjö daga fresti.

Til stend­ur að auka lúsa­taln­ingu til muna og verði það gert í öll­um kví­um. Lagt er til að lúsa­taln­ing verði fram­kvæmd á tveggja vikna fresti þegar sjáv­ar­hiti mæl­ist hærri en 4°C en viku­lega þegar hann fer yfir 8°C.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: