Fleiri munu látast í hitabylgjum á næstu árum

Loftmynd sem tekin var þann 6. október af bátum sem …
Loftmynd sem tekin var þann 6. október af bátum sem voru strand við Puraquequara-vatnið í Manaus, Brasilíu, þegar hitabylgja reið yfir Suður-Ameríku. AFP/Michael Dantas

Lík­lega munu fimm sinn­um fleiri láta lífið í hita­bylgj­um á næstu ára­tug­um, sam­kvæmt mati alþjóðlegs hóps sér­fræðinga. Í ár­legu mati hóps­ins seg­ir að ef ekki verði gripið til aðgerða sé heilsa mann­kyns í al­var­legri hættu.

Um er að ræða ár­legt mat sem ber yf­ir­skrift­ina The Lancet Count­down, en matið er unnið af leiðandi vís­inda­mönn­um og stofn­un­um. 

Vís­inda­menn­irn­ir vara við því að tíðir þurrk­ar muni valda hung­urs­neyð hjá millj­ón­um manna.

Jafn­framt seg­ir þar að moskítóflug­ur, sem nú dreifa sér lengra en nokkru sinni fyrr, muni bera með sér smit­sjúk­dóma og að heil­brigðis­kerfi heims­ins muni eiga í erfiðleik­um með að tak­ast á við álagið. 

Matið kem­ur á ári, sem bú­ist er við að verði heit­asta ár mann­kyns­sög­unn­ar, en í síðustu viku greindi lofts­lags­eft­ir­lit Evr­ópu frá því að síðasti mánuður hefði verið hlýj­asti októ­ber­mánuður sem mælst hef­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina