Lúsasýkingin kostar Arnarlax hátt í milljarð

Arnarlax glatar hátt í milljarð króna vegna ágengni laxalúsarinnar í …
Arnarlax glatar hátt í milljarð króna vegna ágengni laxalúsarinnar í Tálknafirði. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Förg­un fisks vegna ágengni laxal­ús­ar í Tálknafirði mun valda því að Arn­ar­lax verður af fimm til sex millj­ón­um evra, jafn­v­irði 770 til 925 millj­ón­um ís­lenskra króna, á fjórða árs­fjórðungi. Þetta má lesa úr ný­legri til­kynn­ingu móður­fé­lags­ins Icelandic Salmon AS til kaup­hall­ar­inn­ar vegna upp­gjörs á þriðja árs­fjórðungi.

„Í októ­ber 2023, eft­ir lok þriðja árs­fjórðungs, þurfti sam­stæðan að bregðast við óheppi­legri líf­fræðilegri áskor­un á Tálknafirði. At­vikið var fljót­lega talið stefna heilsu og vellíðan fisks­ins í hættu og var ákveðið að taka um­tals­vert magn úr um­ferð,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fé­lagið áætl­ar engu að síður að fram­leiða 17 þúsund tonn af laxi á ár­inu, sem er aukn­ing frá 16 þúsund tonn­um á síðasta ári.

„Til lengri tíma litið höld­um við áfram að sjá mögu­leika til vaxt­ar, allt að 26.000 tonn­um á nú­ver­andi leyf­um. Þetta er stutt af mik­illi eft­ir­spurn eft­ir sjálf­bær­um eld­islaxi,“ er haft eft­ir Birni Hembre, for­stjóra Icelandic Salmon.

Björn Hembre forstjóri Icelandic Salmon.
Björn Hembre for­stjóri Icelandic Salmon. mbl.is/​Hari

Velta jókst um 25%

Á þriðja árs­fjórðungi fram­leiddi sam­stæða Icelandic Salmon 4.040 tonn sem er 236 tonna aukn­ing frá sama árs­fjórðungi á síðasta ári.

Velta sam­stæðunn­ar nam 42 millj­ón­um evra á árs­fjórðungn­um, um 6.475 millj­ón­ir ís­lenskra króna, sem er 25% aukn­ing frá sama tíma­bili 2022 þegar velt­an nam 32 millj­ón­um evra. Þá skilaði rekst­ur­inn þriggja millj­óna evra hagnaði fyr­ir skatta og fjár­magnsliði, sem ger­ir um 0,73 evr­ur á fram­leitt kíló en á sama tíma­bili á síðasta ári var þetta 0,99 evr­ur. Lækk­un rekstr­araf­komu á hvert fram­leitt kíló er sagt mega rekja til hækk­un kostnaðarliða.

Seiðafram­leiðslan er sögð hafa náð mikl­um ár­angri og er meðal­vigt seiða nú 236 grömm sem er 36% aukn­ing frá 2022.

Icelandic Salmon AS var skráð á Nas­daq First North vaxt­ar­markaðinn á Íslandi í sept­em­ber og varð þar með 20. fé­lagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nas­daq Nordic í ár.

mbl.is