Ástin blómstrar eftir Love Island

Ástin virðist blómstra hjá Lucindu Strafford og Zac Nunns.
Ástin virðist blómstra hjá Lucindu Strafford og Zac Nunns. Samsett mynd

Ástin virðist blómstra hjá Love Is­land-stjörn­un­um Luc­indu Strafford og Zac Nunns, en þau eru stödd í Lund­ún­um um þess­ar mund­ir og virðast yfir sig hrif­in hvort af öðru.

Strafford tók fyrst þátt í bresku stefnu­mótaþátt­un­um árið 2021, en hún kynnt­ist Nunns við tök­ur á áströlsku út­gáf­unni af Love Is­land í sum­ar. Það er ekki óal­gengt að neist­inn slokkni þegar pör snúa aft­ur heim eft­ir dvöl á ástareyj­unni, en það virðist þó ekki hafa gerst hjá Strafford og Nunns.

Þrátt fyr­ir að vera bú­sett í sitt­hvorri heims­álf­unni, Strafford í Englandi og Nunns í Nýja Sjálandi, láta þau það ekki stoppa sig. Sam­kvæmt heim­ild­ar­manni Daily Mail er Strafford staðráðin í að láta fjar­sam­band þeirra ganga upp. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Luc­inda (@luc­ind­astrafford)

mbl.is