„Manns saknað í Keflavík“

Upphaf rannsóknar. Valtýr Sigurðsson, aðalfulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, lengst til …
Upphaf rannsóknar. Valtýr Sigurðsson, aðalfulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, lengst til vinstri og lögreglumennirnir John Hill og Haukur Guðmundsson. Í bakgrunni má sjá leirstyttuna Leirfinn. Myndin er tekin í nóvember 1974. Morgunblaðið/Árni Johnsen

Hún er ekki áberandi eindálka fréttin sem birtist á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu föstudaginn 22. nóvember 1974. Fyrirsögnin var „Manns saknað í Keflavík“. Þar auglýsti lögreglan eftir vitnum um ferðir Geirfinns Einarssonar, sem hafði horfið af heimili sínu 19. nóvember og ekkert spurst til hans. Engan grunaði þá að þetta væri upphafið að þekktasta sakamáli Íslandssögunnar.

Á afmælisári Morgunblaðsins er ástæða til að rifja upp þessa frétt, sem var fyrsta blaðafréttin sem birtist um málið. Leiða má líkur að því að þetta verði stysta fréttin sem rifjuð verður upp í tilefni afmælisins. Fréttirnar verða alls 110, jafn margar og árin sem Morgunblaðið hefur lifað.

mbl.is