3,8 milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi

Brim skilaði myndarlegum hagnaði á þriðja ársfjórðungi.
Brim skilaði myndarlegum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. mbl.is/Hari

Brim hf. seldi vör­ur fyr­ir 113 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 17,4 millj­óna króna, á þriðja árs­fjórðungi. Nam hagnaður fé­lags­ins í árs­fjórðungn­um 25 millj­ón­um evra á þessu tíma­bili, jafn­v­irði 3,8 millj­arða ís­lenskra króna, en var 23 millj­ón­ir evra árs­fjórðung­inn á und­an.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­kynn­ingu í til­efni af árs­fjórðungs­upp­gjöri Brims.

„Mak­ríl­veiðar fé­lags­ins hóf­ust í lok júní og gengu vel. Skip­in Ven­us, Vík­ing­ur og Svan­ur voru með sam­starf um veiðarn­ar þar sem afl­an­um var dælt í eitt skip­anna þangað til það náði sett­um afla. Skip­in veiddu ríf­lega 26 þúsund tonn af mak­ríl sem landað var á Vopnafirði. Mak­ríl­veiðum lauk 31. ág­úst og hóf­ust þá síld­veiðar á norsk-ís­lenskri síld og stóðu þær veiðar fram í októ­ber,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Einnig seg­ir að bol­fisk­veiðar og -vinnsla hafi gengið vel á þess­um tíma. „Afli bol­fisk­skipa fé­lags­ins var 13 þúsund tonn á þriðja árs­fjórðungi en var um 11 þúsund tonn árið áður. Frysti­tog­ar­inn Sól­borg RE-27 var tek­inn í notk­un um miðjan ág­úst eft­ir gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur. Örfiris­ey RE-4 og Viðey RE-50 stoppuðu vegna viðhalds­verk­efna á tíma­bil­inu.“

Eign­ir auk­ist meira en skuld­ir

Eign­ir fé­lags­ins hafa auk­ist um 35 millj­ón­ir evra frá ára­mót­um og að þær voru alls 978 millj­ón­ir evra í lok þriðja árs­fjórðungs, það eru rúm­ir 150 millj­arðar ís­lenskra króna. Þar af voru fasta­fjár­mun­ir 807 millj­ón­ir evra en veltu­fjár­mun­ir 171 millj­ón.

Skýr­ing­in á hækk­un fasta­fjár­muna er sögð kaup Brims á 50% hlut í Pol­ar Sea­food Den­mark A/​S og kaup­um á frysti­tog­ar­an­um Tu­ukkaq.

Eigið fé 30. sept­em­ber nam 467 millj­ón­um evra og var eig­in­fjár­hlut­fall 47,8% en var 48% í lok árs 2022. Heild­ar­skuld­ir fé­lags­ins hafa hækkað um 20 millj­ón­ir evra frá ára­mót­um og voru 511 millj­ón­ir evra í lok þriðja árs­fjórðungs.

Í lok fjórðungs­ins var til­kynnt sam­komu­lag um kaup á 10,83% hlut Sjáv­ar­sýn­ar ehf. í Ice­land Sea­food In­ternati­onal hf.

Mik­il­vægt að hafa fjöl­breytt­an rekst­ur

„Af­koma fjórðungs­ins er sam­bæri­leg því sem var í fyrra og sýn­ir hve mik­il­vægt er að vera með fjöl­breytt­an rekst­ur. Það er óvissa í Evr­ópu núna vegna stríðs og verðbólgu. Erfitt er að spá um hvað ger­ist á okk­ar afurðamörkuðum á næstu mánuðum en það styrk­ir Brim að vera með marg­ar teg­und­ir afurða eins og sést á þess­um árs­fjórðungi þar sem verð á lýsi og mjöli voru góð. Sterkt og gott söl­u­net styrk­ir alla þætti starf­sem­inn­ar á tím­um eins og núna,“ er haft eft­ir Guðmundi Kristjáns­syni, for­stjóra Brims, í til­kynn­ing­unni.

„Efna­hag­ur fé­lags­ins er traust­ur og eig­in­fjárstaðan góð. En það er líka óvissa á Íslandi en óviss­una má minnka ef at­vinnu­lífið, bæði at­vinnu­rek­end­ur og verka­lýðsfé­lög, hefja strax mál­efna­legt og skyn­sam­legt sam­tal við stjórn­völd um hvernig við ætl­um að ná niður verðbólg­unni,“ seg­ir hann.

mbl.is