Alix Earle opinberar loksins sambandið

Alix Earle og Braxton Berrios eru nýjasta stjörnuparið.
Alix Earle og Braxton Berrios eru nýjasta stjörnuparið. Samsett mynd

TikT­ok-stjarn­an Alix Earle hef­ur op­in­berað sam­band sitt við NFL-stjörn­una Braxt­on Berri­os eft­ir mikl­ar vanga­velt­ur meðal aðdá­enda henn­ar síðustu mánuði. 

Earle staðfesti sam­bandið í hlaðvarp­inu Call Her Daddy í um­sjón Alex Cooper, en þátt­ur­inn var hald­inn í leik­húsi í Chicago fyr­ir fram­an full­an sal gesta.

Cooper spurði Earle í hlaðvarp­inu hvort hún ætti kær­asta, en áhorf­end­um til mik­ill­ar gleði svaraði Earle ját­andi og í kjöl­farið brut­ust út mik­il fagnaðarlæti í saln­um. 

Earle og Berri­os sáust fyrst sam­an í maí síðastliðnum á veit­ingastaðnum Sadd­le's í Flórdía, en eft­ir það fóru mynd­ir og mynd­skeið af þeim á flug á sam­fé­lags­miðlum. 

Hef­ur haldið sam­band­inu leyndu

Síðan þá hef­ur Earle haldið sam­band­inu að mestu leyndu, en hún hef­ur birt mynd­ir og mynd­skeið af sér með „huldu­manni“ þar sem hún passaði að and­lit Berri­os sæ­ist aldrei. Það varð til þess að aðdá­end­ur henn­ar urðu enn for­vitn­ari.

Hún birti svo fyrsta mynd­bandið þar sem sést í and­litið á Berri­os fyrr í vik­unni og vakti það mikla lukku meðal fylgj­enda henn­ar.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Alix Ashley Earle (@alix_e­arle)

mbl.is