Samgöngustofa fái auknar sektarheimildir

Innviðaráðuneytið hefur birt drög að breytingum er snúa að auknum …
Innviðaráðuneytið hefur birt drög að breytingum er snúa að auknum heimildum Samgöngustofu til að beita stjórnvaldssektum. mbl.is/Árni Sæberg

Stefnt er að því að veita Sam­göngu­stofu heim­ild til að sekta út­gerðir skipa sem sinna ekki til­kynn­ing­ar­skyldu og heim­ild til að sekta út­gerðir skipa sem sæta far­banni, auk þess er stefnt að því að veita Sam­göngu­stofu heim­ild til að inn­heimta gjald af sjóför­um sem sæta far­banni til að standa und­ir kostnaði af far­bann­inu.

Þetta kem­ur fram í til­lögu innviðaráðuneyt­is­ins að breyt­ing­um á reglu­gerð um hafn­ar­rík­is­eft­ir­lit sem birt hef­ur verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Breyt­ing­arn­ar eru sagðar koma til vegna at­huga­semda eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) er gengu út á að til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um hafn­ar­rík­is­eft­ir­lit hafi ekki verið inn­leidd með full­nægj­andi hætti hér á landi.

Greiðsla verði tryggð

Sem fyrr seg­ir er lagt til að Sam­göngu­stofu verði heim­ilt að inn­heimta gjald af sjóför­um sem sæta far­banni. „Gjaldið skal vera til end­ur­greiðslu þess kostnaðar sem fell­ur til hjá Sam­göngu­stofu í tengsl­um við far­bannið. Til kostnaðar telst, vinna starfs­manna sam­kvæmt tíma­gjaldi, ferðakostnaður, gi­sti­kostnaður, fæðis­kostnaður, efn­is­kostnaður og ann­ar kostnaður sem kann að falla til sér­stak­lega vegna far­banns,“ seg­ir í fyr­ir­hugaðri reglu­gerðarbreyt­ingu.

Þá seg­ir jafn­framt að far­banni verði „ekki aflétt fyrr en full greiðsla hef­ur borist eða full­nægj­andi trygg­ing­ar sett­ar fyr­ir greiðslu gjalds­ins.“

Fyr­ir­huguð heim­ild til sekt­ar kem­ur til ef út­gerð skipa sem sæta víðtækri skoðun og er á leið til hafn­ar eða akk­er­is­læg­is á Íslandi upp­fyll­ir ekki kröf­ur um til­kynn­ingu. Sé lagt á far­bann skal út­gerð skips greiða stjórn­valds­sekt, en far­banni skal ekki aflétt fyrr en full greiðsla hef­ur borist eða full­nægj­andi trygg­ing­ar verið sett­ar fyr­ir greiðslu sekt­ar­inn­ar.

Land­helg­is­gæsl­an fékk heim­ild­ir

Heim­ild­ir stofn­ana rík­is­ins til að beita út­gerðum og skip­stjór­um sekt­ir hafa auk­ist und­an­farið og bæt­ast nýj­ar heim­ild­ir Sam­göngu­stofu við aukn­ar heim­ild­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem feng­ust með nýj­um lög­um um áhafn­ir skipa sem tóku gildi 1. janú­ar.

Nýju lög­un­um var ætlað að skila skýr­ari reglu­verki og skil­virk­ara eft­ir­liti. Heim­ild­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar til að beita sekt­um var sagður liður í þeim til­gangi en fram að gildis­töku lag­anna var stofn­un­inni gert að kæra öll brot til lög­reglu. „Slíkt ferli hef­ur verið óþarf­lega þung­lama­legt og dýr um­sýsla að ein­föld brot þurfi alltaf að rata fyr­ir dóm,“ sagði Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Sam­göngu­stofu, í sam­tali við 200 míl­ur í aðdrag­anda gildis­töku lag­anna.

Með lög­un­um fékk Land­helg­is­gæsl­an heim­ild til að sekta aðila fyr­ir að stjórna skemmti­bát án til­skil­inna rétt­inda, fyr­ir að brjóta regl­ur um lög­skrán­ingu, svo sem að lög­skrá rétt og vera með rétt­ar trygg­ing­ar áður en siglt er af stað.

Jafn­framt varð stofn­un­inni heim­ilt að sekta skip­stjóra fyr­ir að fela öðrum en þeim sem hef­ur rétt­indi til þess hlut­verk um borð í skipi, til dæm­is ábyrgð á sigl­inga­vakt í brú. Veitt var heim­ilt til að beita út­gerð sekt­um ef hún get­ur ekki fram­vísað heil­brigðis­vott­orði fyr­ir alla skip­verja þegar inn­leidd­ar hafa verið viðeig­andi heil­brigðis­kröf­ur fyr­ir all­ar stöður.

Land­helg­is­gæsl­an fékk einnig heim­ild til að beita út­gerð erða skip­stjóra sekt­um séu aðrir en lög­mæt­ir skír­tein­is­haf­ar ráðnir til starfa sem krefjast skír­teina, að ekki sé til skrá yfir skip­verja og stöður þeirra um borð í skip­inu og að mönn­un skips­ins sé röng miðað við lög eða ákvörðun um mönn­un í til­viki annarra skipa en fiski­skipa.

mbl.is