Skjaldbreiður og önnur stórmenni

For­set­ar Kína og Banda­ríkj­anna hitt­ust í San Francisco í Kali­forn­íu í vik­unni og það þurfti und­ir­bún­ing, eins og jafn­an er þegar stór­menni hitt­ast, en í þessu til­viki var spurs­málið ekki síst hvort hrein­gern­inga­fólki tæk­ist að gera miðborg San Francisco fram­bæri­lega til að taka á móti gest­um, án þess að það yrði til skamm­ar.

Drauga­borg?

Þessi fræga borg, sem löng­um var tal­in með eft­ir­sótt­ustu borg­um Banda­ríkj­anna, hrein og dulúðug æv­in­týra­borg, gyllt og glitrandi og áttu marg­ir þann draum að ná að heim­sækja þann stað, að minnsta kosti einu sinni á æv­inni. En nú er hún Snorra­búð stekk­ur og hef­ur borg­in breyst stór­lega svo minn­ir stund­um helst á öm­ur­lega fá­tækra­hjalla í Suður-Am­er­íku eða í þeim heims­hlut­um sem veik­ast­ir eru. Í Ríó í Bras­il­íu er miðborg­in þokka­lega hald­in og öm­ur­leg fá­tækra­hverfi sjást ekki jafn auðveld­lega og döp­ur hverfi San Francisco þar sem ruslað hafði verið upp íveru­stöðum, sem varla minntu á manna­bú­staði, og dóp­ist­ar og hvers kyns bág­inda­fólk af marg­vís­legu tagi hafði safn­ast sam­an í eymd. Búðarþjóf­ar ræna og rupla hverja versl­un­ina á fæt­ur ann­arri og lög­regl­an tel­ur það ekki vera í sín­um verka­hring að skakka leik­inn, enda höfðu yf­ir­völd borg­ar­inn­ar það sem stefnu sína að veikja bæri lög­reglulið henn­ar jafnt og þétt. Sömu stefnu höfðu yf­ir­völd í Chicago, sem hef­ur lang­mesta tíðni glæpa í land­inu, og ekki síst morða, af öll­um borg­um Banda­ríkj­anna. Demó­krat­ar, sem hafa stjórnað þeirri borg lengi, stæra sig af því að þessi mesta glæpa­borg lands­ins hafi sett hörðustu regl­ur um að tak­marka beri skot­vopna­eign allra stór­borga Banda­ríkj­anna, með þess­um líka ár­angri. Það bend­ir þá óneit­an­lega til að harka­leg­ar skot­vopna­regl­ur virðist ekki vera lausn­in, eins og sum­ir halda ákaft fram. Á móti því er teflt að það séu aðeins sæmi­leg­ir borg­ar­ar sem skrá vopn sín og borga fyr­ir það. En hinir, sem eru mjög fjöl­menn­ir, sem eiga vopn í al­gjöru heim­ild­ar­leysi, þótt til­tölu­lega auðvelt og ódýrt sé að upp­fylla skrá­setn­ing­ar­regl­ur, hafa það fram yfir alla hina að hafi þeir sært eða drepið með sínu ólög­mæta vopni þá er ekki létt­ur leik­ur að hafa uppi á hinum óskráða eig­anda, þótt vopnið finn­ist.

Mik­ill fólks­flótti hef­ur á síðustu árum orðið frá Kali­forn­íu, og frá San Francisco al­veg sér­stak­lega, til annarra ríkja Banda­ríkj­anna, svo sem Flórída og Texas og reynd­ar margra annarra. Og það má ljóst vera, að það er ekki sá mikli fjöldi, sem á „lög­heim­ili sitt á göt­unni“, sem flýr til annarra ríkja. Samt geng­ur rík­is­stjór­inn sjálf­ur í þessu mikla ríki, sem þannig er nú komið fyr­ir, með þá mein­loku að hann geti sem hæg­ast boðið sig fram sem for­seta Banda­ríkj­anna, með þá reynslu helst, að hafa komið öllu í steik, þar sem hann á að vera í fyr­ir­svari, í mun minni ein­ingu en sjálf­um Banda­ríkj­un­um, og þótt Kali­forn­ía sé í gerðinni stórt og fjöl­mennt ríki. Og hann hef­ur að auki meðal ann­ars í reynslu­poka sín­um að hafa áður verið borg­ar­stjóri í San Francisco!

Neyðar­til­tekt

Rík­is­stjór­inn hef­ur ekki sýnt neina viðleitni til að taka ræki­lega til í hinni frægu borg, fyrr en nú var skyndi­lega komið með stór­virk­ar vinnu­vél­ar og tæki til að sópa burtu mesta sor­an­um, drasli og dópi, nál­um eit­ur­lyfja og illa þefj­andi hrúg­um. Það var von á fínu og frægu fólki og það var ekki sjón að sjá borg­ina, sem gest­gjaf­inn, for­set­inn úr Hvíta hús­inu og flokks­bróðir hans, rík­is­stjór­inn í Kali­forn­íu, ætluðu að bjóða upp á sem mót­töku­borg. En ekki hef­ur verið upp­lýst hvað gert var við þær þúsund­ir eða tugi þúsunda manna sem hafa hafst við síðustu árin í ein­hvers kon­ar tjöld­um og pappa­köss­um, sem hróflað hef­ur verið upp, jafnt og þétt, á gang­stétt­um í fyrr­um frægri drauma­ver­öld. Sjálfsagt líða ekki mjög marg­ar vik­ur þar til allt sigl­ir í sama far, þegar þess­um sýnd­ar­upp­slætti er lokið og hinn ógeðfelldi veru­leiki bank­ar upp á á nýj­an leik.

Ríki án landa­mæra er varla ríki

En að öðru en þó skyld­um hlut­um. Eitt það fyrsta sem Joe Biden ákvað í tíð sinni í Hvíta hús­inu var að stöðva þegar í stað ákv­arðanir fyr­ir­renn­ara síns, Don­alds Trumps, um að treysta suður­landa­mæri Banda­ríkj­anna. Frá þeim tíma hef­ur ólög­mæt­ur straum­ur manna eft­ir­lits­lítið streymt inn í Banda­rík­in um þau landa­mæra­leysi, og hef­ur fólks­fjöld­inn marg­fald­ast frá því sem áður var og mun senni­lega far­inn að nálg­ast 10 millj­ón­ir manna þegar embætt­istíð Bidens lýk­ur í janú­ar 2005, eða 25 sinn­um íbúa­fjöldi Íslands. Hvort þá hefj­ist ný tíð, með nýj­um for­seta, eða að Joe Biden fái fram­leng­ingu á sinni tíð, vita ekki bestu spá­kon­ur með neinni vissu enn. Eng­inn veit held­ur með vissu hvaða fólk þetta er, né hvaðan það kem­ur upp­runa­lega og hversu marg­ir tug­ir þúsunda af skipu­lögðu glæpa­gengi eru á meðal þeirra! FBI, sem nýt­ur reynd­ar ekki leng­ur þess álits og trausts eins og áður var, vegna margra vafa­sama tilþrifa al­rík­is­lög­regl­unn­ar, seg­ir þó, að stofn­un­in telji aug­ljóst að í hópi þess­ara millj­óna séu að minnsta kosti yfir eitt hundrað sem eru á skrá al­rík­is­lög­regl­unn­ar, og FBI líti á sem hættu­lega hryðju­verka­menn. Þar á meðal eru Ham­as-liðar, og stofn­un­in kemst ekki hjá að viður­kenna að þeir viti ekki hvar inn­an Banda­ríkj­anna þessa hættu­leg­ustu í hópi óleyfi­legra „gesta“ sé að finna. Lík­leg­ast er þó að þeir gæti þess að dreifa sér þar til „kallið kem­ur“ um aðgerðir. Af hvaða tagi það verður, eða í hvað stærð eða mæli, verður ekk­ert sagt um, en fjand­sam­leg­ar og óvænt­ar verða þær, komi þess­ir kump­án­ar skyndi­lega út úr fylgsni sínu og láti til skar­ar skríða. En það eru ekki aðeins hryðju­verka­menn eða aðrir af því tagi sem hafa í millj­óna­tali farið ólög­lega inn fyr­ir landa­mær­in. Þar er mik­ill fjöldi annarra óþurft­ar­manna í ann­ars kon­ar er­ind­um og fjarri því góðum. Það sést á börn­un­um sem þeir flytja með sér og eru ekki þeirra börn og öll­um er ljóst að þeirra bíða öm­ur­leg ör­lög og munu tapa æsku sinni í ógn og skelf­ingu og horfa í ang­ist eft­ir ára­tug eða fá­eina slíka fram­an í glataða til­veru sem þau báru enga sök á. Og svo eru það smygl­ar­arn­ir sem flytja inn fenta­nýl-eitrið sem er 50 sinn­um sterk­ara en heróín og 100 sinn­um sterk­ara en morfín. Þetta efni er aðallega fram­leitt í tveim­ur lönd­um, Kína og Mexí­kó, en meg­in­efn­in í þetta bráðdrep­andi „lyf“ eru sögð koma frá Kína. Það er auðvitað hand­an við öll mörk ef þjóðarleiðtog­ar þurfa á per­sónu­leg­um fundi að taka upp er­indi við ann­an þeirra, um að slíkri fram­leiðslu verði hætt, að dreif­ingu þess yfir hafið verði hætt og þar fram eft­ir göt­un­um. Margoft hef­ur verið upp­lýst að þrátt fyr­ir mjög slappa landa­mæra­vörslu á suður­landa­mær­um Banda­ríkj­anna í tíð Bidens, og hann gekkst bein­lín­is upp í á fyrri hluta tíðar sinn­ar í embætti, þá hafi margoft verið upp­lýst að toll­verðir hafi náð að grípa mikið magn af fyrr­nefndu eitri. Og stund­um hafa þær upp­lýs­ing­ar fylgt að það efn­is­magn af fenta­nýli sem gert hafi verið upp­tækt hefði dugað til að drepa hundrað millj­ón­ir Banda­ríkja­manna! Ekki hef­ur heyrst að for­seti Kína hafi kann­ast við að hon­um hafi verið kunn­ugt um nokkuð því­líkt, en sjálfsagt hef­ur hann lof­ast til að spyrja heima­menn sína hvort þeir hafi heyrt á þetta minnst.

Fyrr­ver­andi for­seti

Don­ald Trump hef­ur sagt, að verði hann for­seti, þá muni hann nota her­styrk Banda­ríkj­anna til að fara yfir þau landa­mæri sem hafi verið einskis virt eft­ir að hann fór úr for­seta­stóli og eyðileggja þessa eit­ur­fram­leiðslu í Mexí­kó þannig að Kína sæti eitt uppi með Svarta-Pét­ur. Don­ald Trump seg­ir jú sitt­hvað og sjálfsagt eru það eðli­leg var­færn­is­sjón­ar­mið að taka eitt­hvað af þeim full­yrðing­um með ákveðnum fyr­ir­vara. En hitt er jafn­rétt að það var mun friðvæn­legra í ver­öld­inni þegar hann hrökk upp úr drauma­svefni sín­um al­gjör­lega út­sof­inn upp úr klukk­an fjög­ur og tók að senda um­heim­in­um skila­boð í óyf­ir­lesn­um skeyt­um þegar rit­skoðarar Hvita húss­ins sváfu enn fjarri og gátu, að eig­in sögn, ekki „bjargað“ neinu.

„Bráðum koma …“

Nú stytt­ist í þann tíma þegar ung­ir og gaml­ir setja sig í þann gír að fara að bíða eft­ir jól­un­um. Enda er það svo, að þegar ljóst er að blessuð jól­in munu koma bráðum, þá hlakka fleiri til en börn­in. Þeim gömlu þykir eig­in­lega nægi­lega gam­an þegar ungviðið sér um þenn­an til­hlökk­un­arþátt, því þá fer að lok­um að næst­um all­ir hríf­ast með.

En í augna­blik­inu er staðan pínu­lítið sú, að við erum öll að bíða eft­ir gos­inu. Það er auðvitað full­langt gengið að segja að ein­hver hlakki raun­veru­lega til. En við höf­um ekki, um okk­ar lífs­ins stutta skeið, séð að gos sem við „höf­um beðið eft­ir“, gos sem við vit­um að er ókomið en kem­ur, hafi sprengt í sund­ur meg­ingatna­kerfi í all­stórri byggð og eyðilagt eða skemmt stór­lega all­mörg hús án þess að mæta með gosið. Við erum ekki að halda því fram að nokk­urt nátt­úru­afl eigi að vekja íbú­ana með fyr­ir­vara­lausri stór­árás, eins og í Vest­mann­eyj­um fyr­ir hálfri öld, þannig að íbú­arn­ir þurftu nokk­ur krafta­verk í sömu svif­um til að bjarga sér.

Okk­ar prýðilegu sér­fræðing­ar, sem við erum hepp­in að njóta, hafa fengið fyr­ir­boða með fyrri gos­um en leik­manni finnst ein­hvern veg­inn, að nú sé komið allt öðru­vísi að okk­ur en áður. Sér­fræðing­arn­ir benda á, að nú sé jafn­vel haf­in eld­gosatíð í og á Reykja­nesi og út á sjó, sem geti þess vegna staðið í 800 ár. Gaml­ir karl­ar og hin kyn­in, sem munu vera orðin 17, taka þessu öllu karl­mann­lega, sem þeir ein­ir geta, en ekki hin 16 kyn­in, og segja að það sé óþarfi að gera veður út af því. En þeir bæta því ekki við, að þeir ætla sér hvort sem er aðeins að lifa ör­fáa ára­tugi af þess­um 800 og munu fara létt með þetta allt.

Í vik­unni var Jónas­ar dag­ur Hall­gríms­son­ar og ekki af því að hann hafi verið okk­ar fyrsti jarðfræðing­ur held­ur hitt, að hann orti svo bless­un­ar­lega vel. Og svo orti hann um Skjald­breið og kannski var það hann sem gaf hon­um karl­manns­nafn, önd­vert Herðubreið. Og hann eignaði Guði sjálf­um ekki síst tign­ar­mynd­ina miklu á Þing­völl­um, ásamt eld­in­um: „… gat ei nema guð og eld­ur/ gjört svo dýrðlegt furðuverk.“

Þetta stend­ur auðvitað um all­ar ald­ir. En við sem vor­um í mennta­skóla 1968 feng­um bæði að sjá steina­safn Jónas­ar og við feng­um Jarðsögu Þor­leifs Ein­ars­son­ar, sem var mikið þing. Hann dró upp nokkuð aðra mynd um af­rek Skjald­breiðs og fleiri fjöll komu þar að, en eft­ir stend­ur að hlut­ur guðs og elds stend­ur enn, enda þeir ekki í keppni við einn eða neinn. Nokkru áður en bók Þor­leifs kom út geng­um við tveir skóla­bræður á Skjald­breið og get­um vitnað um að það þurfti enga sér­lega garpa til, og Fjallið Skjald­breiður tók okk­ur vel og eft­ir­minni­lega.

mbl.is