Sex ómissandi staðir í Reykjavík sem þú vissir kannski ekki um

Gómsætar pylsur, rölt á regnboganum og hin klassíska íslenska blanda, …
Gómsætar pylsur, rölt á regnboganum og hin klassíska íslenska blanda, súkkulaði og lakkrís voru öll á listanum. Samsett mynd

Taílenski ferðamaðurinn Ann Song birti á dögunum myndskeið á TikTok-reikningi sínum úr ferðalagi hennar til Íslands í haust, en Song er með yfir 2.000 fylgjendur á miðlinum sem fylgjast spenntir með ferðalögum hennar um heiminn.

Song sýndi frá sex stöðum víðs vegar um miðbæ Reykjavíkur sem hún segir einfaldlega ómissandi fyrir ferðafólk að heimsækja á ferðalagi sínu um höfuðborgina.

  1. Bæjarins beztu, pylsuvaginn í miðbæ Reykjavíkur. 
  2. Góður göngutúr niður Skólavörðustíg (e. rainbow street).
  3. Heimsókn í Hallgrímskirkju.
  4. Innlit í Vínberið til að versla gómsætt íslenskt sælgæti.
  5. Taka sjálfu við Sólfarið.
  6. Bragða á gómsætu bakkelsi í Brauð & co.
mbl.is