7,9 milljarða í veiðigjöld á 9 mánuðum

Útgerðir hafa greitt álíka mikið í veiðigjöld á fyrstu 9 …
Útgerðir hafa greitt álíka mikið í veiðigjöld á fyrstu 9 mánuðum ársins og allt árið í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fyrstu níu mánuðum árs­ins nam álagn­ing veiðigjalda 7.885 millj­ón­um króna sem er svipuð upp­hæð og inn­heimt var allt árið 2022 þegar álagn­ing­in nam 7.889 millj­ón­um króna og ör­lítið lægri en allt árið 2021 þegar inn­heimt­ar voru 7.910 millj­ón­ir króna.

Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu bend­ir því flest til að út­gerðir greiði tölu­vert meira í veiðigjöld á þessu ári en síðustu ár.

Alls hafa 921 út­gerð greitt veiðigjald á ár­inu og hafa þær fimm út­gerðir sem greitt hafa mestu veiðigjöld­in af­hent rík­is­sjóði 3.391 milj­ón króna, en það er tæp­lega 43% veiðigjalda sem inn­heimt eru fyrstu níu mánuði árs­ins.

Þar af hef­ur Brim hf. greitt mestu veiðigjöld­in eða 919 millj­ón­ir króna. Á eft­ir fylg­ir Síld­ar­vinnsl­an hf. með 747 millj­ón­ir, svo Ísfé­lagið hf. með 696 millj­ón­ir og svo Sam­herji Ísland ehf. með 599 millj­ón­ir króna. Vinnslu­stöðin hf. hef­ur greitt fimmtu mestu veiðigjöld­in og nema þau 431 millj­ón króna.

Tíu út­gerðir með 62% veiðigjalda

Þær tíu út­gerðir sem greiða mestu veiðigjöld­in á þessu tíma­bili hafa greitt um 62% inn­heimtra veiðigjalda eða 4.871 millj­ón, en þær tutt­ugu út­gerðir sem greitt hafa mest hafa sam­an­lagt greitt 6.183 millj­ón­ir króna sem er um 78% inn­heimtra gjalda.

At­hygli vek­ur að 802 út­gerðir greiða minna en millj­ón króna og 702 minna en 300 þúsund. Lík­lega skýr­ing þessa mikla fjölda sem greiða lít­il veiðigjöld eru strand­veiðar sum­ars­ins en óvenju marg­ir bát­ar tóku þátt og voru út­gef­in leyfi 763 þó veiðitíma­bil­inu hafi lokið óvenju snemma, 12. júlí.

mbl.is