Næstum 100 farist í flóðum

Byggingaverkamenn að störfum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Byggingaverkamenn að störfum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. AFP/Hassan Ali Elmi

Næst­um 100 manns hafa far­ist í mikl­um flóðum í Sómal­íu í Afr­íku. Ham­far­irn­ar hafa haft áhrif á næst­um tvær millj­ón­ir manna, að sögn rík­is­stjórn­ar lands­ins.

Sómal­ía, líkt og ná­grannaþjóðirn­ar, hafa bar­ist við mikl­ar rign­ing­ar og flóð stuttu eft­ir að þurft að glíma við þurrka­tíma­bil sem olli því að millj­ón­ir manna voru á barmi hung­urs­neyðar.

Fyrr í þess­um mánuði lýsti rík­is­stjórn Sómal­íu yfir neyðarástandi vegna flóðanna, sem hafa orðið til þess að um 700 þúsund manns hafa misst heim­ili sín. Einnig hafa heilu hverf­in lent í flóðunum ásamt ræktuðu landi, auk þess sem brýr hafa eyðilagst.

mbl.is