„Það fylgir gríðarlegur dauði eldisdýra og slys“

Jón Kaldal telur beikvætt viðhorf í garð laxeldis í sjó …
Jón Kaldal telur beikvætt viðhorf í garð laxeldis í sjó mega rekja til innbyggðra vandamála greinarinnar. Ljósmynd/Guðlaugur J. Albertsson

„Það sem er að koma þess­um iðnaði í koll er það sem er inn­byggt í hann. Það fylg­ir hon­um gríðarleg­ur dauði eld­is­dýra og slys,“ seg­ir Jón Kal­dal, í Íslenska nátt­úru­vernd­ar­sjóðnum, í Morg­un­blaðinu í dag innt­ur álits á stöðu grein­ar­inn­ar. Hann tel­ur ljóst að vilji er til breyt­inga en á dög­un­um birti Maskína niður­stöður skoðana­könn­un­ar þar sem 69% sögðust and­víg sjókvía­eldi og aðeins 10% fylgj­andi.

Jón seg­ir liggja fyr­ir að slys eins og strok laxa úr kví­um Arctic Fish í Pat­reks­firði í ág­úst séu í raun ekki til­fallandi óhöpp held­ur kerf­is­bund­inn galli í nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sjókvía­eld­is. „Í grein­inni er gert ráð fyr­ir að fisk­ur sleppi og bland­ist villt­um fiski.“

Jón kveðst þó ekki vilja banna sjókvía­eldi en seg­ir ljóst að gera þurfi kröfu um að eng­inn fisk­ur sleppi úr sjókví­um og tak­marka þá meng­un sem heim­ilt er sam­kvæmt lög­um að ber­ist frá starf­sem­inni í um­hverfið.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: