Þarf að tryggja aðskilnað fanga og fangahópa

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir nýtt fangelsi bráðnauðsynlegt til þess að …
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir nýtt fangelsi bráðnauðsynlegt til þess að hægt sé að aðskilja fanga. mbl.is/Hari

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir fang­els­is­mála­yf­ir­völd ít­rekað hafa bent á mik­il­vægi þess að tryggja aðskilnað fanga og fanga­hópa sem sé mögu­leiki sem aðstaða fang­els­is­ins á Litla-Hrauni bjóði ekki upp á í dag. 

Lög­regl­unni á Suður­landi barst til­kynn­ing í gær um að fangi á Litla-Hrauni hefði orðið fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás af hálfu ann­ars fanga. 

 Nauðsyn­legt að tryggja aðskilnað

„Við erum búin að benda á það í mjög mörg ár að við þurf­um að tryggja aðskilnað fanga og fanga­hópa,“ seg­ir Páll. 

„Fang­elsið á Litla-Hrauni býður ekki upp á þenn­an mögu­leika og það er meðal ann­ars þess vegna sem það stend­ur til að hanna og byggja nýtt fang­elsi í stað Litla-Hrauns.

Önnur megin­á­stæða þess­ara fram­kvæmda er að tryggja ör­yggi allra sem þar dvelja og að geta þá aðskilið hópa. Það hef­ur verið brýnt í lang­an tíma og ýms­ar eft­ir­lits­stofn­an­ir hafa bent á það að þetta sé nauðsyn­legt að gera hér.“ 

Flókn­ara verk­efni

Að sögn Páls hef­ur verk­efnið við að tryggja aðskilnað orðið flókn­ara með ár­un­um.

„Við höf­um í gegn­um tíðina þurft að skilja að ákveðna hópa, en það verk­efni verður flókn­ara og flókn­ara og eft­ir því sem hóp­un­um fjölg­ar og tengsl­in verða flókn­ari, þeim mun nauðsyn­legra er að geta brugðist við og látið bygg­ing­arn­ar leysa þessi ör­ygg­is­mál,“ seg­ir Páll og legg­ur áherslu á að breyt­ing af þessu tagi sé bráðnauðsyn­leg til þess að sporna gegn átök­um inn­an fang­els­is­ins. 

Spurður um átök­in sem brut­ust út á milli fanga á Litla-Hrauni í gær seg­ist Páll lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu. 

„Ég get staðfest að þessi lík­ams­árás átti sér stað. Starfs­fólk brást skjótt og ör­ugg­lega við, lög­regla var kölluð til ásamt sjúkra­bíl­um og viðkom­andi flutt­ur á sjúkra­hús. Ég hef ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um líðan þess sem átti sér stað,“ seg­ir Páll loks. 

mbl.is