Gullöld tækifæranna

00:00
00:00

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, er fyrsti viðmæl­and­inn af 110 í sér­stakri hlaðvarps-hring­ferð Morg­un­blaðsins, sem far­in er í til­efni af 110 ára af­mæli blaðsins. Hún stend­ur yfir í heilt ár, en þar verður dreg­in upp mynd af sam­fellu þjóðlífs­ins um land allt; úr fortíð, um samtíð, til framtíðar. Upp­taka hlaðvarps­ins fór fram í veit­inga­sal Hót­el Holts, sem Ólafi Ragn­ari þótti greini­lega ekki lak­ara.

Ein­stakt í ís­lenskri fjöl­miðlasögu

„Mig lang­ar að óska Morg­un­blaðinu til ham­ingju með þenn­an háa ald­ur. Það er auðvitað ein­stakt í ís­lenskri fjöl­miðlasögu og þó víðar væri leitað, að dag­blað nái þess­um aldri. Sér­stak­lega í um­róti fjöl­miðlanna á síðustu ára­tug­um, að þá skuli Morg­un­blaðið eitt blaða hafa lifað þetta af.“

Ólafur Ragnar mætti til leiks á Hótel Holti en þar …
Ólaf­ur Ragn­ar mætti til leiks á Hót­el Holti en þar hef­ur hann komið ótal sinn­um á síðustu 50 árum eða allt frá því að þátt­taka hans í ís­lensku þjóðlífi hófst fyr­ir al­vöru. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þegar þar er komið sögu lifn­ar yfir fræðimann­in­um Ólafi Ragn­ari, sem rifjar upp hvernig blaðið hafi orðið til þegar sjálf­stæðis­stjórn­mál 19. ald­ar hafi þokað fyr­ir stétta­stjórn­mál­um 20. ald­ar.

„Það koma þarna nokk­ur ár, á öðrum ára­tug 20. ald­ar, þar sem þessi þátta­skil verða, og það er á þeim sem Morg­un­blaðið er stofnað í anda blaðamennsku, frétta­mennsku og frjáls­lynd­is, í þeim til­gangi að verða fyrst og fremst blað en ekki mál­gagn, eins og tíðkaðist á dög­um sjálf­stæðis­stjórn­mál­anna og átti eft­ir að verða aft­ur á tím­um stétta­stjórn­mála.“

Ísland sem vin í eyðimörk­inni

„Ég tel að við séum búin að sanna það í reynd, að í hinni nýju heims­mynd 21. ald­ar eigi Ísland gríðarlega mögu­leika. Í aug­um ver­ald­ar­inn­ar er Ísland ein­stak­ur griðastaður. Að hér sé lítið land, sem ekki ógn­ar nein­um, býr við hreint loft, hreint vatn og hreina orku, lýðræði, mann­rétt­indi, fal­lega nátt­úru og op­inn aðgang. Það hafa marg­ir sagt við mig á síðustu þing­um Arctic Circle í Hörpu, að þetta sé eini alþjóðlegi vett­vang­ur­inn þar sem ekki eru ör­ygg­is­hlið, menn þurfi ekki að láta gegnum­lýsa sig og eng­inn vopnaður vörður. All­ir frjáls­ir, jafn­ir og ör­ugg­ir. Það eru ekki marg­ir slík­ir staðir í ver­öld­inni, Ísland er vin.“

Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar Arctic Circle í Hörpu.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son ávarp­ar Arctic Circle í Hörpu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir gam­an að hafa upp­lifað all­ar þess­ar breyt­ing­ar á hög­um lands og þjóðar. „Jú, það veit­ir innri ánægju og gleði að sjá það og þann ár­ang­ur sem Íslend­ing­ar hafa náð. Mér hef­ur fund­ist á síðari árum, kannski eft­ir hrunið, að það megi varla minn­ast á það að Íslend­ing­ar séu góðir í ein­hverju eða hæla þjóðinni. Það er jafn­hættu­legt að vilja ekki tala um það sem vel er gert eins og að forðast gagn­rýni og horf­ast í augu við það sem miður hef­ur farið. Staðreynd­in er sú að við búum í landi sem er í fremstu röð í ver­öld­inni á ótal sviðum. Það er ástæðan fyr­ir því að svo margt ungt fólk kem­ur hingað frá Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og Asíu og lít­ur á Ísland nán­ast sem út­ópíu. Og að lít­il þjóð geti náð þess­um ár­angri.“

Viðtalið við Ólaf Ragn­ar má nálg­ast í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig á Spotify og öðrum helstu hlaðvarps­veit­um. Fjallað er um viðtalið í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins, á blaðsíðu 8.

mbl.is