„Hvað ættum við að græða á því?“

00:00
00:00

„Það hef­ur legið fyr­ir lengi, nán­ast frá upp­hafi þátt­töku minn­ar í stjórn­mál­um, að ég hef ávallt kom­ist að þeirri niður­stöðu að það þjónaði ekki hags­mun­um Íslands að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.“

Þetta seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, í viðtali sem mark­ar upp­haf árslangr­ar hring­ferðar Morg­un­blaðsins í til­efni af 110 ára út­gáfu­sögu blaðsins. Ólaf­ur er fyrsti gest­ur af fjöl­mörg­um sem blaðamenn munu taka hús á, vítt og breitt um landið. Blaðamenn Morg­un­blaðsins sett­ust niður með hon­um á hinu forn­fræga Hót­el Holti við Bergstaðastræti og ræddu sam­an í drjúga stund.

Kalt hags­muna­mat

Seg­ir Ólaf­ur þessa af­stöðu sína til ESB mark­ast af köldu hags­muna­mati. „Það er at­hygl­is­vert, ef þú horf­ir til okk­ar ná­granna, Græn­lend­inga, Breta, Fær­ey­inga, Norðmanna, ekk­ert af þess­um ríkj­um er í Evr­ópu­sam­band­inu, ekk­ert.“ Seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar að þessi staða sé uppi vegna hags­muna­mats sömu þjóða.

​​​​​​„Ef við tök­um gjald­miðils­mál­in sem menn eru oft að tala um. Krón­an er bara reikni­stærð. Það var mjög hent­ugt fyr­ir Íslend­inga, til að ná tök­um á efna­hags­líf­inu hér áður fyrr, að geta fellt gengið. Ef við hefðum verið bund­in af ein­hverj­um öðrum gjald­miðli í gegn­um þess­ar efna­hagskrís­ur sem voru fyr­ir fjöru­tíu, fimm­tíu sex­tíu árum, þá hefði þjóðin sjálfsagt orðið gjaldþrota.“

Seg­ir Ólaf­ur merki­legt þegar horft er til Norður­landa að það séu aðeins Finn­ar sem hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að það þjónaði hags­mun­um þeirra að taka upp evru.

Ólafur Ragnar settist niður með blaðamönnum Morgunblaðsins á Hótel Holti …
Ólaf­ur Ragn­ar sett­ist niður með blaðamönn­um Morg­un­blaðsins á Hót­el Holti og ræddi margt úr fortíð en einnig framtíð Íslands og ís­lensku þjóðar­inn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is