Icesave-deilan var ekki pólitískt vopn

00:00
00:00

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son seg­ir að það hafi ekki verið hluti af því að afla stuðnings meðal þjóðar­inn­ar þegar hann ákvað að synja lög­um um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-samn­ing­um staðfest­ing­ar.

Þetta seg­ir hann í viðtali við blaðamenn­ina Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son sem sett­ust niður með for­set­an­um fyrr­ver­andi á Hót­el Holti í til­efni þess að Morg­un­blaðið efn­ir nú til hring­ferðar í til­efni 110 ára út­gáfu­sögu þess. 

Upptaka viðtalsins fór fram á Hótel Holti, frægu veitingahúsi þar …
Upp­taka viðtals­ins fór fram á Hót­el Holti, frægu veit­inga­húsi þar sem miðstöð valds­ins var í ára­tugi að sögn Ólafs Ragn­ars. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sum­arið 2008 ert þú end­ur­kjör­inn í þriðja sinn. Þú verður sjálf­ur mjög um­deild­ur í hrun­inu. Menn töldu að þú hefðir verið í fylg­islagi við bank­ana og út­rás­ina og menn voru að spyrða þig sam­an við það sem menn töldu að væri or­sök­in að hrun­inu.

Var þetta [Ices­a­ve-málið] ekki áhætta sem þú varðst að taka til þess að fram­lengja þitt póli­tíska líf?

„Nei. það er nú ekki þannig. Þegar þú hef­ur verið kos­inn svona nokkr­um sinn­um til þessa embætt­is og hef­ur farið í gegn­um ýms­ar aðrar kosn­ing­ar þá er þetta ekki þannig að þú sitj­ir og sért í ein­hverj­um kosn­inga­spek­úla­sjón­um þegar erfiðar ákv­arðanir blasa við. Mönn­um lær­ist það smátt og smátt, því þú spurðir áðan Andrés um hvernig það var að verða for­seti. Menn bera virðingu fyr­ir embætt­inu, menn bera virðingu fyr­ir þjóðinni og stjórn­skip­an­inni og það skipt­ir allt meira máli held­ur en ein­hver kosn­inga­taktík.“

Forsíða Morgunblaðsins að morgni 21. febrúar 2011 eftir að Ólafur …
Forsíða Morg­un­blaðsins að morgni 21. fe­brú­ar 2011 eft­ir að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hafði synjað lög­um um Ices­a­ve-samn­inga staðfest­ing­ar öðru sinni.

Eng­in klapp­stýra auðvalds­ins

Hann hafn­ar því auk þess að hann hafi gerst einskon­ar klapp­stýra banka­kerf­is­ins fyr­ir banka­hrunið og þar með tekið þátt í dans­in­um kring­um gull­kálf­inn.

„Varðandi aðdrag­and­ann að hrun­inu og annað í þeim efn­um þá taldi ég strax frá upp­hafi, al­veg á sama hátt og for­set­inn veitti braut­ar­gengi bók­mennt­um og list­um og ýmsu öðru að þá væri það líka eðli­legt að for­set­inn veitti braut­ar­gengi at­vinnu­lífi, viðskipt­um og svo fram­veg­is. Og í tíð fyr­ir­renn­ara minna hafði verið talið eðli­legt ef í hlut átti svona salt­fisk­ur og lopi. Þannig að það var eðli­legt að vera klætt Álafoss­flík­um og slíku [...]“

Viðtalið við Ólaf Ragn­ar má heyra í heild sinni hér:



Nokkur hundruð manns komu saman við Bessastaði daginn sem talsmenn …
Nokk­ur hundruð manns komu sam­an við Bessastaði dag­inn sem tals­menn sam­tak­anna InD­efence funduðu með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands. Mik­ill hiti var í sam­fé­lag­inu vegna Ices­a­ve-deil­unn­ar. Morg­un­blaðið/​RAX
mbl.is