Sennilega frægasti blaðsöludrengur Morgunblaðsins

00:00
00:00

Á löng­um póli­tísk­um ferli Ólafs Ragn­ars bar margt til tíðinda. Hann tók m.a. virk­an þátt í harka­legri kosn­inga­bar­áttu fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar 1979. Þar boðaði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn svo­kallaða leift­ur­sókn gegn verðbólgu sem þjakaði hag­kerfið mjög á þeim tíma.

Vilmundur Gylfason og Ólafur Ragnar Grímsson ræða saman á Alþingi …
Vil­mund­ur Gylfa­son og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son ræða sam­an á Alþingi árið 1979. Ólaf­ur Ragn­ar sat þá á þingi fyr­ir Alþýðubanda­lagið en Vil­mund­ur fyr­ir Alþýðuflokk­inn. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son

Þessa at­b­urði rifjar Ólaf­ur Ragn­ar upp í nýju og ít­ar­legu hlaðvarps­viðtali við blaðamenn Morg­un­blaðsins. Það var tekið upp í til­efni þess að Morg­un­blaðið efn­ir nú til hring­ferðar um Ísland nú þegar blaðið fagn­ar 110 ára út­gáfu­sögu. Það kom fyrst út 2. nóv­em­ber 1913.

Sjálfstæðisflokkurinn boðaði leiftursókn gegn verðbólgu sem var þrálát í hagkerfinu.
Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn boðaði leift­ur­sókn gegn verðbólgu sem var þrálát í hag­kerf­inu.

Slag­orð sem sner­ist upp í and­hverfu sína

Slag­orð flokks­ins var birt í Morg­un­blaðinu í byrj­un nóv­em­ber en sner­ist mjög hratt í hönd­un­um á for­svars­mönn­um hans. Þar réðu snör viðbrögð Ólafs Ragn­ars miklu.

Ljósmynd tekin í þingsal haustið 1979. Miklir umbrotatímar í íslenskri …
Ljós­mynd tek­in í þingsal haustið 1979. Mikl­ir um­brota­tím­ar í ís­lenskri póli­tík. Gunn­ar Thorodd­sen í ræðustól Alþing­is og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son fylg­ist með. Ólaf­ur K. Magnús­son

„Þetta var í kosn­inga­bar­átt­unni í des­em­ber 1979 þegar vinstri stjórn Ólafs Jó­hann­es­son­ar hafði hröklast frá. ég man al­veg eft­ir þessu að við mætt­um á fund í kosn­inga­stjórn­inni þarna snemma um morg­un­inn og sáum Morg­un­blaðið. Og ég sagði bara nú fer ég niður á Lækj­ar­torg. Náið í 50 ein­tök af Morg­un­blaðinu. Og ég fór niður á Lækj­ar­torg og dreifði Morg­un­blaðinu og við sner­um þessu á ein­um sól­ar­hring. Yfir í að verða eitt versta slag­orð sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur búið til,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar þegar hann rifjar málið upp.

Þjóðviljinn birti slagorðið nokkuð breytt á forsíðu sinni.
Þjóðvilj­inn birti slag­orðið nokkuð breytt á forsíðu sinni.

Á síðum Þjóðvilj­ans var snúið út úr slag­orðinu og sagt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri í raun að boða leift­ur­sókn gegn lífs­kjör­um í land­inu.

Hlusta má á viðtalið við Ólaf Ragn­ar í heild sinni hér:



Ljósmynd sem birtist í Morgunblaðinu 6. ágúst 1978 þar sem …
Ljós­mynd sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 6. ág­úst 1978 þar sem Ólaf­ur Ragn­ar og Guðrún Katrín standa í Aust­ur­stræti á spjalli við Al­bert Guðmunds­son. Rúmu ári síðar skundaði Ólaf­ur Ragn­ar á torgið þar rétt hjá og dreifði Morg­un­blaðinu. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son
mbl.is