Herjólfur III – sem leigður var til Færeyja við komu nýs Herjólfs – er rétt ókominn til Vestmannaeyja eftir siglingu frá Þórshöfn í Færeyjum, gert er ráð fyrir að Herjólfur III leggi við bryggju í Vestmannaeyjum upp úr klukkan eitt.
Eins og kom fram í umfjöllun mbl.is á laugardag mun eldra skipið þjónusta farþega til og frá Vestmannaeyjum á meðan Herjólfur er í slipp. Ástæða slipptökunnar er bilun í skrúfubúnaði skipsins.
Bilunin er talin mjög alvarleg.