Jólaljósin eru glæsileg hjá Kim Kardashian

Kim Kardashian er komin í jólaskap.
Kim Kardashian er komin í jólaskap. Samsett mynd

Það eru ekki bara Íslend­ing­ar sem eru byrjaðir að skreyta. Of­ur­stjarn­an Kim Kar­dashi­an er búin að skeyta fyr­ir utan heim­ili sitt í Kali­forn­íu. Þemað í ár eru mjög marg­ar ljós­ar per­ur. 

Mynd­skeiðið sem stjarn­an birti í sögu á In­sta­gram var tekið upp í bíl sem ekið var að húsi Kar­dashi­an. Fyr­ir utan húsið eru tré sem búið er að skreyta af mik­ill fag­mennsku. Ólík­legt er Kar­dashi­an hafi sjálf farið með jólaserí­urn­ar upp í trén. Kar­dashi­an skort­ir ekki pen­inga og er lík­legt að hún hafi keypt sér­staka þjón­ustu sem sér um að skreyta fyr­ir jól­in.  

Kar­dashi­an býr í húsi sem hún og fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar, tón­list­armaður­inn Kanye West, létu byggja fyr­ir sig. Öll hönn­un er ein­föld og minn­ir frek­ar á lista­safn en heim­ili þar sem fjög­ur börn búa. Segja má að jóla­skreyt­ing­arn­ar fyr­ir utan í húsið í ár passi vel við stíl­inn í hús­inu. 

Ljósar perur eru á trjánum fyrir utan heimili Kim Kardashian.
Ljós­ar per­ur eru á trján­um fyr­ir utan heim­ili Kim Kar­dashi­an. Skjá­skot/​In­sta­gram
Innkeyrslan er glæsileg.
Inn­keyrsl­an er glæsi­leg. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is