Það eru ekki bara Íslendingar sem eru byrjaðir að skreyta. Ofurstjarnan Kim Kardashian er búin að skeyta fyrir utan heimili sitt í Kaliforníu. Þemað í ár eru mjög margar ljósar perur.
Myndskeiðið sem stjarnan birti í sögu á Instagram var tekið upp í bíl sem ekið var að húsi Kardashian. Fyrir utan húsið eru tré sem búið er að skreyta af mikill fagmennsku. Ólíklegt er Kardashian hafi sjálf farið með jólaseríurnar upp í trén. Kardashian skortir ekki peninga og er líklegt að hún hafi keypt sérstaka þjónustu sem sér um að skreyta fyrir jólin.
Kardashian býr í húsi sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Kanye West, létu byggja fyrir sig. Öll hönnun er einföld og minnir frekar á listasafn en heimili þar sem fjögur börn búa. Segja má að jólaskreytingarnar fyrir utan í húsið í ár passi vel við stílinn í húsinu.