Kvensjúkdómalæknir að nafni Dr. Staci Tanouye birti myndskeið á TikTok-reikningi sínum nýverið sem hefur vakið heilmikla athygli. Dr. Tanouye fjallar um vörur sem konur ættu að varast ef þær vilja halda píkunni og leggöngunum heilbrigðri og hreinni. Myndskeiðið hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum, rúmlega hálf milljón áhorfa á aðeins örfáum vikum.
Dr. Tanouye bendir á ýmsar vörur sem ótal konur versla, enda auglýstar sem græðandi, bakteríudrepandi, bólgueyðandi, rakagefandi og fleira. Hún veitir góð ráð varðandi dömubindi, túrtappa, ilmsápur og blautþurrkur, en hún segir meðal annars mikilvægt að nota dömubindi og eða túrtappa án allra ilm- og litarefna þar sem það séu ertandi efni sem geta valdið útbrotum og öðrum óþægindum í þeim sem innihaldi slík efni.
@dr.staci.t Products I would never use as a gynecologist! Some of these may surprise you. I could add so many others to this list! #obgyn #healthtips #todayilearned #gynecologist #products ♬ Cena Engraçada e Inusitada de 3 Minutos - HarmonicoHCO