„Erum hvergi nærri af baki dottin“

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, lét verkin tala við Grindarvíkurhöfn í …
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, lét verkin tala við Grindarvíkurhöfn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta ný­smíði Þor­bjarn­ar hf. í hálfa öld var sjó­sett í Gijón á Spáni í gær. „Þótt það hafi gengið á ýmsu í Grinda­vík síðustu mánuði þá erum við hvergi nærri af baki dott­in. Við stefn­um á að koma siglandi á nýju skipi inn í Grinda­vík­ur­höfn fyr­ir sjó­mannadag­inn og von­andi get­um við hafið veiðar síðsum­ars,“ seg­ir Gunn­ar Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar hf., í frétta­til­kynn­ingu í til­efni af sjó­setn­ing­unni.

Þessi nýi ís­fisk­stog­ari er 58 metra lang­ur og 13,6 metra breiður og er fyrsta ný­smíði Þor­bjarn­ar síðan 1967. Tog­ar­inn er nefnd­ur í höfuðið á Huldu Björns­dótt­ur sem stofnaði Þor­björn ásamt eig­in­manni sín­um Tóm­asi Þor­valds­syni, þann 24. nóv­em­ber árið 1953. Hulda vann hjá fyr­ir­tæk­inu alla tíð.

„Nú er búið að sjó­setja skrokk­inn. Næsta skref er að setja á hann yf­ir­bygg­ing­una og setja upp þann búnað sem þarf. Við reikn­um með því að þetta klárist allt með vor­inu,“ seg­ir Gunn­ar.

Und­an­far­in ár hef­ur Þor­björn hf. tekið úr rekstri þrjú línu­skip og tvo frysti­tog­ara en í staðinn hef­ur fyr­ir­tækið keypt frysti­tog­ara frá Græn­landi og ís­fisk­tog­ara frá Vest­manna­eyj­um. Að þessu sinni var þói ákveðið að smíða skip með þarf­ir út­gerðar­inn­ar að leiðarljósi, en Hulda Björns­dótt­ir er hönnuð af Sæv­ari Birg­is­syni skipa­tækni­fræðingi hjá verk­fræðistof­unni Skipa­sýn ehf. í nánu sam­starfi við starfs­menn Þor­björns. Skipa­smíðastöðin Armon í Gijón sá um smíðina.

Hulda Björnsdóttir GK við sjósetninguna í gær.
Hulda Björns­dótt­ir GK við sjó­setn­ing­una í gær. Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.

Rík áhersla á að draga úr orku­notk­un

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að við hönn­un skips­ins var lögð rík áhersla á að draga úr orku­notk­un og þar með að um­hverf­isáhrif þess verði sem minnst. „Aðal­vél skips­ins, sem verður um 2400 KW, mun knýja skrúfu sem verður 5 metr­ar í þver­mál.  Stærð og snún­ings­hraði skrúf­unn­ar verður lægri en áður hef­ur þekkst í eldri fiski­skip­um af sam­bæri­legri stærð.  Skipið verður þess vegna sér­lega spar­neytið og því í hópi spar­neytn­ustu skipa í þess­um flokki.  Þá verður skipið búið til veiða með tveim­ur botn­vörp­um sam­tím­is og tog­vind­urn­ar knún­ar raf­magni.“

Frá vinstri: Gunnar Tómasson – framkvæmdastjóri Þorbjarnar, Friðrik J Arngrímsson,, …
Frá vinstri: Gunn­ar Tóm­as­son – fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar, Friðrik J Arn­gríms­son,, Hrann­ar Jón Em­ils­son, Ottó Hafliðason, Hjört­ur Ingi Ei­ríks­son, Sæv­ar Birg­is­son, Ægir Óskar Gunn­ars­son og Þór­hall­ur Gunn­laugs­son. Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.

Þá er einnig lögð sér­stök áhersla á sjó­hæfni skips­ins með til­liti til ör­ygg­is og bættr­ar vinnuaðstöðu. Unnið hef­ur verið að því mark­miði að aðbúnaður áhafn­ar verði sem best­ur og all­ir skip­verj­ar hafa sín­ar eig­in vist­ar­ver­ur og hrein­lætisaðstöðu.

„Mesta breyt­ing­in frá eldri skip­um Þor­bjarn­ar hf. varðandi vinnslu og meðferð afl­ans er sú að sjálf­virk flokk­un á afl­an­um fer fram á vinnslu­dekki skips­ins og frá­gang­ur afl­ans í fiskikör fer fram á ein­um stað á vinnslu­dekk­inu.  Þaðan fer afl­inn í lyft­um niður í lest og verður lest­ar­vinn­unni  ein­göngu sinnt af fjar­stýrðum lyft­ara sem renn­ur á loft­bita í lest skips­ins.  Auk þess að ann­ast flutn­ing og stöfl­un á fiskikör­um verður lyft­ar­inn notaður við los­un skips­ins þegar það kem­ur til hafn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hulda Björnsdóttir GK
Hulda Björns­dótt­ir GK Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.
Hulda Björnsdóttir GK
Hulda Björns­dótt­ir GK Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.
mbl.is