Flugþjónninn Álfgrímur Aðalsteinsson og Jamie Stewart fögnuðu eins árs sambandsafmæli í gær, sunnudag.
Álfgrímur, betur þekktur sem samfélagsmiðlastjarnan Elfgrime, hefur notið mikilla vinsælda bæði á TikTok og Instagram. Samhliða því stundar hann nám á sviðshöfundarbraut Listaháskóla Íslands.
Í tilefni dagsins birti Álfgrímur fallega færslu á Instagram með myndum af Jamie með yfirskriftinni: „Eitt ár með besta vini mínum. Elska þig.“
Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!