Beint: Umhverfisdagur atvinnulífsins

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg

Um­hverf­is­dag­ur at­vinnu­lífs­ins er hald­inn hátíðleg­ur í Hörpu í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Á rauðu ljósi?

Dag­skrá­in fer fram á milli klukk­an 13 og 15 og verður í beinu streymi hér á mbl.is.

Em­bed ef þarf:

Dag­ur­inn í ár er til­einkaður lofts­lags­veg­vís­um at­vinnu­lífs­ins sem voru af­hent­ir Guðlaugi Þór Þórðar­syni, um­hverf­is-, orku-, og lofts­lags­ráðherra, á vor­mánuðum. Þar komu fram 332 til­lög­ur að aðgerðum sem eiga að stuðla að aukn­um sam­drætti í los­un at­vinnu­grein­anna. Til­lög­urn­ar og aðgerðir þeim tengd­um eru til um­fjöll­un­ar þar sem ráðherr­ar og at­vinnu­líf kryfja fram­haldið.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­málaráðherra, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og Guðlaug­ur Þór verða á meðal gesta og mun sá síðast­nefndi flytja loka­ávarpið. 

Dag­skránni lýk­ur með hinum ár­legu um­hverf­is­verðlaun­um at­vinnu­lífs­ins sem Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, af­hend­ir.

Um­hverf­is­dag­ur­inn er sam­eig­in­legt verk­efni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ.

mbl.is