Bríet vörumerki mánaðarins

Söngkonan segir að nafnið sé orðið að fyrirtæki og afgerandi …
Söngkonan segir að nafnið sé orðið að fyrirtæki og afgerandi vörumerki sem hún sé að byggja markvisst upp. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Bríet Ísis Elf­ar, ein ást­sæl­asta söng­kona þjóðar­inn­ar, sótti ný­lega um skrán­ingu á orð- og mynd­merk­inu BRÍET og hef­ur það nú verið valið vörumerki nóv­em­ber­mánaðar af starfs­fólki Hug­verka­stof­unn­ar. 

Bríet seg­ir að það sé í raun eðli­leg­ur og mik­il­væg­ur hluti af vinnu henn­ar sem tón­list­ar­manns að sækja um skrán­ingu á vörumerki. Nafnið sé orðið að fyr­ir­tæki og af­ger­andi vörumerki sem hún sé að byggja mark­visst upp.

Það sé því mik­il­vægt að setja minn­ingu um sig í ákveðið form sem fólk geti tengt við og viti að tákni hana, hún eigi og bara hún. Með skrán­ingu sé hún líka að koma í veg fyr­ir að aðrir geti nýtt sér henn­ar nafn og vörumerki í eitt­hvað sem hún væri ekki sátt við.

Þor­geir Blön­dal sá um að hanna merkið, en hann hef­ur séð um alla hönn­un og grafík fyr­ir Bríeti und­an­far­in ár. Hug­mynd­in að merk­inu kom upp í sam­töl­um þeirra tveggja og Hall­dórs Karls­son­ar, þáver­andi kær­asta Bríet­ar.

Vörumerki mánaðar­ins er nýtt fram­tak hjá Hug­verka­stof­unni. Mark­miðið með því að velja eitt vörumerki til um­fjöll­un­ar í hverj­um mánuði er að vekja at­hygli á mik­il­vægi vörumerkja­skrán­inga og kynna starf­semi Hug­verka­stof­unn­ar.

Starfs­fólk stofn­un­ar­inn­ar kýs vörumerki mánaðar­ins úr hópi nýrra og nýend­ur­nýjaðra ís­lenskra vörumerkja sem standa fyr­ir ís­lenska vöru og/​eða þjón­ustu.

mbl.is