Hærri kostnaður með meiri olíu

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem verða fyrir …
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem verða fyrir barðinu á raforkuskerðingu Landsvirkjunar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Skerðing­in tek­ur til ótryggr­ar orku sem við fáum af­henta á raf­skauta­ketil í bræðslunni. Í dag er það þannig að við keyr­um hluta af bræðslunni á raf­skautakatli og hluta á ol­íukötl­um, en það er vegna þess að við höf­um ekki getað raf­vætt bræðsluna að fullu vegna þess að það hef­ur ekki verið nægt raf­magn í boði hér í Eyj­um,“ seg­ir Sindri Viðar­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann var spurður um áhrif þess að Lands­virkj­un hef­ur ákveðið að af­hend­ing á víkj­andi raf­orku verði stöðvuð frá og með næstu mánaðamót­um og ber við lé­legri stöðu í miðlun­ar­lón­um á há­lend­inu.

Erfiður vatns­bú­skap­ur

Seg­ir Lands­virkj­un ástæður þess­ara aðgerða vera sam­spil erfiðs vatns­bú­skap­ar, hárr­ar nýt­ing­ar stór­not­enda á lang­tíma­samn­ing­um og auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar heim­ila og smærri fyr­ir­tækja, sem Lands­virkj­un kapp­kosti að tryggja orku.

Seg­ir fyr­ir­tækið að fyll­ing miðlun­ar­forða lón­anna 1. októ­ber sl. hafi verið 93% sem sam­svari því að um 350 GWh vanti í vatns­forðann í upp­hafi vetr­ar. Því hafi verið gripið til skerðing­ar á af­hend­ingu raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja, fiskþurrk­ana og gagna­vera sem stunda raf­mynta­gröft.

„Það seg­ir sig sjálft að ef við fáum ekki raf­magn á raf­skauta­ketil­inn í vet­ur, þá keyr­um við meira á olíu,“ seg­ir Sindri og bæt­ir því við að þessi vet­ur sé ekki sá fyrsti sem Vinnslu­stöðin þurfi að þola skerðingu á raf­orku.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: