Ragnar Þór dregur fram trommusettið

Ragnar Þór Ingólfsson er ekki bara formaður VR, hann er …
Ragnar Þór Ingólfsson er ekki bara formaður VR, hann er líka trommari. Samsett mynd

Hljóm­sveit Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, gaf frá sér nýtt lag í vik­unni. Hljóm­sveit­in heit­ir Fjöll og nýja lagið heit­ir Lengi lif­ir. Tón­leik­ar eru í vænd­um hjá sveit­inni. 

Þetta er þriðja lagið sem hljóm­sveit­in Fjöll send­ir frá sér en hljóm­sveit­in er alls ekki sú fyrsta sem Ragn­ar Þór spil­ar með. Ragn­ar Þór spilaði með hljóm­sveit­un­um Guði gleymd­um og Los á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. 

Hljómsveitin Fjöll.
Hljóm­sveit­in Fjöll. Ljós­mynd/​Aðsend

Hljóm­sveit­in er vel skipuð en ásamt Ragn­ari Þór eru þeir Guðmund­ur Freyr Jóns­son gít­ar­leik­ari í hljóm­sveit­inni, Guðmund­ur Ann­as Árna­son söngv­ari, Snorri Gunn­ars­son gít­ar­leik­ari og Krist­inn Jón Arn­ar­son bassa­leik­ari. 

Þeir Guðmund­ur Ann­as, Snorri og Krist­inn Jón hófu sam­starf sitt í hljóm­sveit­inni Soma á tí­unda ára­tugn­um og komu aft­ur sam­an árið 2021. Hægt er að sjá hljóm­sveit­irn­ar tvær, Fjöll og Soma, spila á Ölveri þann 8. des­em­ber næst­kom­andi. 

mbl.is