Vögguvísur slógu í gegn á árinu

Hafdís Huld er vinsæl á Spotify.
Hafdís Huld er vinsæl á Spotify. Ljósmynd/aðsend

Tón­list­ar­veit­an Spotify til­kynnti í dag um vin­sæl­asta tón­listar­fólk árs­ins og birti topp tíu lista yfir mest streymda tón­listar­fólk 2023 ásamt mest streymdu lög­um og plöt­um þessa viðburðarríka tón­list­ar­árs. Hin ár­lega sam­an­tekt Spotify, Wrapp­ed, sýn­ir að af þeim tíu tón­list­ar­mönn­um sem eru með hvað mest streymi á Íslandi eru þrír þeirra ís­lensk­ir. Átta af tíu mest streymdu lög­um hér á landi eru einnig flutt af ís­lensk­um tón­list­ar­mönn­um, en sjö þeirra til­heyra sam­an tón­list­ar­mann­in­um,

Vöggu­vís­ur Haf­dís­ar Huld­ar Þrast­ar­dótt­ur vöktu gíf­ur­lega lukku og er tón­list­ar­kon­an sú mest streymda á Spotify hér á landi. Útgáfa henn­ar af hinni sí­vin­sælu vöggu­vísu, Dvel ég í drauma­höll, er mest streymda lag árs­ins og plata henn­ar Vöggu­vís­ur, frá ár­inu 2012, er mest streymda plata árs­ins. Lög Haf­dís­ar Huld­ar slógu því held­ur bet­ur í gegn hjá hlust­end­um á ár­inu en tón­list­ar­kon­an á sjö af tíu mest streymdu lög­um árs­ins.

Lagið Skína eft­ir þá Pat­rik Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, og Loga Tóm­as­son, sem geng­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Luigi, var einnig vin­sælt á ár­inu, en það sit­ur í sjö­unda sæti list­ans yfir mest streymdu lög­in. Tón­list­ar­menn­irn­ir Bubbi Mort­hens og Friðrik Dór Jóns­son taka sæti á topp tíu list­an­um yfir vin­sæl­ustu tón­list­ar­menn lands­ins. Bubbi sit­ur í öðru sæti en Friðrik Dór í því átt­unda. 

mbl.is