Nýr kraftur í þjóðmálaumræðunni

Hallur Már Hallsson, Stefán Einar Stefánsson og Ásthildur Hannesdóttir sem …
Hallur Már Hallsson, Stefán Einar Stefánsson og Ásthildur Hannesdóttir sem einnig kemur að framleiðslunni. mbl.is/Árni Sæberg

Á morg­un hef­ur göngu sína nýr sjón­varpsþátt­ur á mbl.is sem ber yf­ir­skrift­ina Spurs­mál. Þangað verður fjöl­breytt­um hópi viðmæl­enda stefnt til þess að ræða þau mál sem í brenni­depli eru á hverj­um tíma í ís­lensku sam­fé­lagi. Stjórn­andi þátt­ar­ins er Stefán Ein­ar Stef­áns­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu.

Til­kynnt var um þátt­inn í tengsl­um við 110 ára af­mæli Morg­un­blaðsins fyrr í þess­um mánuði en á síðustu árum hef­ur fjöl­miðill­inn fetað sig jafnt og þétt inn á svið ljósvakamiðlun­ar, bæði í út­varpi en einnig net­sjón­varpi – ekki síst með Dag­mál­um sem öðlast hafa traust­an sess í umræðu um stjórn­mál, menn­ingu, viðskipti og sam­fé­lags­mál af fjöl­breytt­um toga.

Í op­inni dag­skrá

Spurs­mál verða í op­inni dag­skrá á mbl.is og verða send út kl. 14.00 alla föstu­daga. Har­ald­ur Johann­essen, rit­stjóri Morg­un­blaðsins og fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, seg­ir þátt­inn kær­komna viðbót við þá miklu efn­is­fram­leiðslu sem fyr­ir er á vett­vangi miðla Árvak­urs.

„Morg­un­blaðið og mbl.is eru stöðugt að leita nýrra leiða við að miðla mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um og áhuga­verðum umræðum. Umræðuþátt­ur­inn Spurs­mál er nýj­asta viðbót­in í þess­um efn­um og er til kom­inn vegna þess að við höf­um talið vanta skarpa en vandaða umræðu af þessu tagi. Stefán Ein­ar hef­ur góða reynslu úr ann­arri þátta­gerð hjá okk­ur og ég ef­ast ekki um að hann mun leiða fram svör við krefj­andi spurn­ing­um sem ann­ars staðar yrði hvorki spurt né svarað,“ seg­ir Har­ald­ur.

Meðal gesta í fyrsta þætti eru þær Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, fjár­málaráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Mark­miðið með þætt­in­um er að efla líf­lega og inni­halds­ríka umræðu um þjóðfé­lags­mál­in hér á landi,“ seg­ir Stefán Ein­ar og bæt­ir því við að of mikið fram­boð sé af umræðuþátt­um þar sem spurn­ing­um er ekki fylgt eft­ir af festu en sann­girni um leið. „Það er löng hefð fyr­ir þátta­gerð af þessu tagi í ná­granna­lönd­um okk­ar og við höf­um metnað fyr­ir því að koma umræðunni á sama plan og þar. Það er bæði gott fyr­ir lýðræðið og upp­lýsta umræðu, en líka það fólk sem fer með völd­in á hverj­um tíma. Í þessu felst raun­veru­legt aðhald að mínu mati,“ seg­ir hann.

Spenn­andi und­ir­bún­ing­ur

Hall­ur Már Halls­son stýr­ir fram­leiðslu á þætt­in­um en hann er öll­um hnút­um kunn­ug­ur á vett­vangi mbl.is. Hann hef­ur frá upp­hafi borið hit­ann og þung­ann af fram­leiðslu Dag­málaþátt­anna auk ým­iss sjón­varps­efn­is sem fram­leitt hef­ur verið fyr­ir miðla Árvak­urs.

„Und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir þetta verk­efni hef­ur verið mjög spenn­andi og það hef­ur verið í mörg horn að líta. Það hef­ur skipt öllu að við erum með mjög öfl­ug­an hóp fólks með margþætta þekk­ingu og þegar all­ir leggj­ast á eitt þá er hægt að fram­leiða spenn­andi efni sem slær nýj­an tón,“ seg­ir Hall­ur Már.

Þátt­ur­inn er send­ur út kl. 14.00 eins og áður seg­ir en verður í kjöl­farið aðgengi­leg­ur á mbl.is auk helstu hlaðvarps­veitna og á Youtu­be.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: