Áætla að 92 þúsund taki þátt í COP28

00:00
00:00

Áætlað er að rúm­lega 92 þúsund taki þátt í lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna COP28 og tengd­um viðburðum í Dúbaí.

Stóru lín­urn­ar í mál­flutn­ingi Íslands á ráðstefn­unni verða m.a. að niður­greiðslum á notk­un jarðefna­eldsneyt­is verði hætt, útfös­un á notk­un jarðefna­eldsneyti og mál­efni freðhvolfs­ins og hafs­ins. Þá verður einnig lögð áhersla á mark­mið Par­ís­arsátt­mál­ans um að hita­stig jarðar hækki ekki meira en 1,5°C .

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Yfir 80 ís­lensk­ir full­trú­ar

Yfir 80 full­trú­ar fara frá Íslandi, þar á meðal form­lega sendi­nefnd Íslands sem skipuð er full­trú­um frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu, ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu og Um­hverf­is­stofn­un.

Til viðbót­ar við sendi­nefnd­ina sækja þing­menn og full­trú­ar frá Reykja­vík­ur­borg, fé­laga­sam­tök­um og fyr­ir­tækj­um viðburði sem tengj­ast lofts­lags­ráðstefn­unni.

Ráðstefn­an hófst form­lega í gær og er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kom­in út en hún verður með er­indi á leiðtogaráðstefnu Lofts­lags­samn­ings­ins, sem fram fer í dag og á morg­un.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, tek­ur þátt í fund­um og hliðarviðburðum  á ráðstefn­unni, auk tví­hliðafunda með ríkj­um og alþjóðastofn­un­um.

Leggja mat á ár­ang­ur ríkja

Meðal stærstu mála á dag­skrá þings­ins er hnatt­ræn stöðutaka, þar sem lagt er mat á ár­ang­ur ríkja. Þá verður rætt um aðgerðir til sam­drátt­ar, þar sem orku­skipti eru áherslu­mál, sem og hnatt­ræn mark­mið um aðlög­un að lofts­lags­breyt­ing­um.

Þá er tekið fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins að Íslandi muni leggja ríka áherslu á að mann­rétt­indi verði virt sem og að jafn­rétt­is­mál verði í há­veg­um höfð. 

Fjöldi fólks er saman kominn á COP28.
Fjöldi fólks er sam­an kom­inn á COP28. AFP/​Ludovic Mar­in
mbl.is