Finnst skrýtið að fá ekki lengur í skóinn

Berglind Pétursdóttir ætlar að vera með happdrætti í Rammagerðinni.
Berglind Pétursdóttir ætlar að vera með happdrætti í Rammagerðinni.

Sjón­varps­kon­an og texta­smiður­inn Berg­lind Pét­urs­dótt­ir, bet­ur þekkt und­ir nafn­inu Berg­lind Festi­val, er mik­ill fag­ur­keri og held­ur mikið upp á ís­lenska hönn­un inni á heim­ilið. Hún er kom­in í mikið jóla­skap og ætl­ar að vera happ­drætt­is­stýra í Ramma­gerðinni á laug­ar­dag­inn. Hægt verður að vinna stór­glæsi­lega hönn­un­ar­vinn­inga. Berg­lind vill alls ekki neitt nyt­sam­legt í jólapakk­ann - held­ur eitt­hvað fyndið, sætt og skemmti­legt. 

Hvað er það fyrsta sem kem­ur þér í jóla­skap í byrj­un des­em­ber? 

„Þegar starfs­menn borg­ar­inn­ar hengja upp jóla­skrautið kemst ég rak­leiðis í jóla­skap þar sem ég bý á Hverf­is­göt­unni og það er einn ljósastaurakr­ans beint fyr­ir utan svefn­her­berg­is­glugg­ann minn. Maður get­ur varla sofið fyr­ir jóla­ljósi og stemn­ingu!“

Hvaða þrír hlut­ir eru efst­ir á jólapakka óskalist­an­um þínum? 

„Mig lang­ar í loðinn koll og loðinn púða. Eða þrjár bæk­ur. Og frið á jörð.“

Hvað lang­ar þig alls ekki í í jóla­gjöf? 

„Ekk­ert nyt­sam­legt takk, bara eitt­hvað fyndið og sætt og skemmti­legt.“

Áttu upp­á­hald­sjó­la­lag og  hvaða jóla­lag þolir þú ekki? 

„Þú komst með jól­in til mín er upp­á­halds jóla­lagið mitt, sér­stak­lega þegar ég er búin með tvo til þrjá jóla­bjóra! Ég hef mjög litla þol­in­mæði fyr­ir Rúd­olfi með rauða trýnið. Finnst hann al­veg fer­leg­ur.“

Hvað lang­ar þig mest inn á heim­ilið fyr­ir jól­in eða í jóla­gjöf? 

„Ég er mjög hrif­in af öllu frá Stúd­íó Fléttu, kerta­stjak­inn minn frá þeim finnst mér al­gjört æði. Ég ætla svo að kaupa mér jóla­kertið frá Fischer sem er ein­hver besta jóla­lykt sem er til! Mig er lengi búið að langa í Fuzzy koll og aldrei að vita nema ég gefi mér svo­leiðis krútt í jóla­gjöf. Á laug­ar­dag­inn þann 2. des­em­ber er ég að stýra hönn­un­ar­happ­drætti í versl­un­inni Ramma­gerðinni í Hörpu kl. 16.30 þar sem verður hægt að vinna fullt af æðis­legri ís­lenskri hönn­un, hvet alla til að mæta þangað!“

Hvað er í mat­inn á aðfanga­dags­kvöld hjá þér? 

„Það er eng­in föst hefð með mat­inn í minni fjöl­skyldu á aðfanga­dag, börn­in (sem eru reynd­ar orðin ung­ling­ar) hafa fengið að stýra þessu svo­lítið síðustu ár og þeir hafa verið svo­lítið í humri og nauta­steik­um sem hef­ur verið mjög vel lukkað. Á jóla­dag borðum við hins­veg­ar alltaf hangi­kjöt með kart­öflumús, rauðkáli og ORA græn­um. Eng­in jól án ORA.“

Berglind elskar Ora grænar baunir.
Berg­lind elsk­ar Ora græn­ar baun­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ertu búin að fjár­festa í partýkjól­um fyr­ir des­em­ber?

„Ég keypti mér æðis­leg­an jóla­kjól frá Henrik Vi­bskov sem ég ætla að vera í öll jól­in. Hann er rúm­góður og hægt að borða allt hangi­kjöt sem manni sýn­ist í hon­um.“

Hvað finnst þér það skrýtn­asta eða óþægi­leg­asta við jól­in? 

„Mér finnst skrítið að ég fái ekki í skó­inn leng­ur. Það mætti gjarn­an breyta því.“

Hef­urðu ein­hvern­tím­ann varið jól­un­um í út­lönd­um? 

„Bróðir minn og fjöl­skyld­an hans búa í Bright­on svo við erum mjög oft þar um jól­in og það er al­veg frá­bært. Bright­on er al­gjört jóla­land, held það sé ekki hægt að finna jóla­legri stað á þess­ari jörð. Og Bret­inn er auðvitað mjög dug­leg­ur að fá sér í glas á jól­un­um sem mér finnst al­gjör draum­ur.“

Hver væru draumajól­in þín? 

„Við meg­um ekki gera of mikl­ar kröf­ur á jól­in, þau eru alltaf full­kom­in eins og þau eru.“

Hver vær­ir þú af jóla­svein­un­um ís­lensku og af hverju? 

„Ég er Kertasník­ir. Er að fara í gegn­um svona 1000 kerti í það minnsta í des­em­ber.“

mbl.is